Mynd vikunnar

Mynd: Lilli

Gáfnaljósið: Spurning 4

Jæja, þá er komið að næstu æfingu í hugarleikfiminni ... vona að fleiri taki þátt þetta skiptið ..

Fimm kofar í fimm mismunandi litum standa í röð frá vinstri til hægri. Í hverjum kofa býr maður af ákveðnu svæði, engir tveir af því sama. Íbúarnir fimm drekka ákveðinn drykk, reykja ákveðna vindlategund og hafa ákveðið gæludýr. Engir tveir þeirra drekka sama drykkinn, reykja sömu vindlategund eða halda sama gæludýrið. Aðrar upplýsingar:

  1. Eyfirðingurinn býr í rauða kofanum.
  2. Reyðfirðingurinn hefur hunda sem gæludýr.
  3. Húnvetningurinn drekkur te.
  4. Græni kofinn er næsti kofi vinstra megin við þann hvíta.
  5. Íbúi græna kofans drekkur kaffi.
  6. Sá sem reykir Pall Mall heldur fugla.
  7. Íbúi gula kofans reykir Dunhill.
  8. Íbúi kofans í miðjunni drekkur mjólk.
  9. Skagfirðingurinn býr í fyrsta kofanum.
  10. Sá sem reykir Blends býr við hliðina á þeim sem heldur ketti.
  11. Sá sem á hest býr við hliðina á þeim sem reykir Dunhill.
  12. Sá sem reykir Bluemasters drekkur bjór.
  13. Mosfellingurinn reykir Prince.
  14. Skagfirðingurinn býr við hliðina á bláa kofanum.
  15. Sá sem reykir Blends býr við hliðina á þeim sem drekkur vatn

Spurt er : Hver á kindina ?

  kind

 Vinsamlegast senda svör á gilsbakkarar@gmail.com


Afmæli í dag

Michael er 18 ára í dag.

afmæli  

 

Ritstjórn Gilsbakkafrétta óska honum til hamingju með daginn


Gáfnaljósið: Svar við spurningu 3

3. spurningin var eftirfarandi: Hvers vegna eru fjöldi snyrtinga (klósetta) tvöfaldur í Pentagon miðað við það sem að þörf er á?

Rétt svar er: Vegna aðskilnaðar hvítra og svarta

Gáfnaljós Gilsbakkaranna sem að skinu skært vegna spurningu 3 eru Lilla og Guðrún Helga & Valur

Hlutfall réttra svara var 66,6% (ennþá lélegt svarhlutfall mv. fjölda Gilsbakkara)


Mynd vikunnar

Lilli

Gáfnaljósið: Spurning 3

Pentagon eru höfuðstöðvar Varnarmálastofnunar Bandaríkjanna í Arlington, Virginíu í Bandaríkjunum. Byggingin er tákn varnar og hers í Bandaríkjunum. George Bergstrom hannaði bygginguna. Hafist var handa við að reisa hana árið 1941 en byggingin var tekin í notkun árið 1943.

 

Pentagon er stærsta skrifstofubygging í heimi. Um það bil 26.000 starfsmenn vinna þar.

 

Spurt er: Hvers vegna eru fjöldi snyrtinga (klósetta) tvöfaldur í Pentagon miðað við það sem að þörf er á?

 

pentagon

Pentagon

 

 

Vinsamlegast senda svör á gilsbakkarar@gmail.com


Gáfnaljósið: Svar við spurningu 2

2. spurningin var eftirfarandi: Hvað eru kallaðir dagarnir á milli páska og hvítasunnu.

Rétt svar er: Gleðidagar

Gáfnaljós Gilsbakkaranna sem að skinu skært vegna spurningu 2 eru Lilla og Ása.


Afmæli í dag

Víðir er 61 árs í dag.

afmæli  

 

Ritstjórn Gilsbakkafrétta óska honum til hamingju með daginn


Gáfnaljósið: Spurning 2

Þá er komið að næstu spurningu, og er hún í anda páskanna að þessu sinni.

2. spurningin er eftirfarandi: Hvað eru kallaðir dagarnir á milli páska og hvítasunnu.

Vinsamlegast senda svör á gilsbakkarar@gmail.com

 


Gleðilega páska

Páskar 2010
 
 
Ritstjórn óskar öllum Gilsbökkurum og öðrum,
til sjávar og sveita gleðilegra Páska.
 

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband