Kjartan Jakob 19 ára.
25.1.2011 | 19:45
Elsku frændi.
Innilega til hamingju með daginn í dag. Smakkaðist hangikjötið ekki vel
Bestu kveðjur í Árbakkabæinn.
Kveðjur Sigrún og co
Kvöldmaturinn í kvöld í Brunevang 92
21.1.2011 | 08:28
Mér lýst mjög vel á kjúklinginn hér á undan en versta er hvað það þarf mörg hráefni.
Í kvöld hjá okkur Val verður pizza með ruccola salati.
Uppskrift:
Pizzabotn
2 1/2 bolli hveiti
1 msk þurrger
1 tsk salt
½ tsk sykur - við höfum notað eina teskeið af hunangi í staðinn
1 bolli vatn (vatn velgt og þurrgerinu bætt út í)
1 msk matarolia
Álegg
pizzasósa
1 fersk mozzarella kúla skorin í sneiðar (eða camenbert eða annar góður ostur)
1 bréf parmaskinka (eða annarskonar hráskinka)
1 bakki ruccola salatsalt
Aðferð
Pizzabotnin hrærður saman og geymdur inn í ískáp í klukkutíma til einn og hálfan.
Sósan sett á botninn, mozzarella sneiðunum dreift yfir og þetta bakað í ofni í 10-15 mínútur.
Þegar pizzan er tekin úr ofninum er skinkunni dreift yfir, salatinu yfir það og að lokum sett salt yfir allt.
Mjög einfalt og fljótlegt að gera :)
Verði ykkur að góðu
Guðrún og Valur
Uppskrift frá Víetnam
19.1.2011 | 11:57
Sælir Gilsbakkarar!
Fannst kominn tími á að setja inn eina uppskrift, og fannst mér tilvalið að setja inn mataruppskrift frá Víetnam, þar sem að matur þaðan er í miklu uppáhaldi hjá mér.
Samantekt: Kjúklingurinn er látinn liggja í kryddlegi og síðan wok-steiktur ásamt grænmeti.
Kjöt:
600 beinlaust, skinnlaust kjúklingakjöt, lundir eða læri, skorið í bita
Kryddlögur:
2 stilkar af lemongrass
2 skalottulaukar
1 rauður chili, fræhreinsaður
4 hvítlauksgeirar
4 sm engiferrót
1/2 dl olía
1/2 dl vatn
salt og pipar
Grænmeti:
1 búnt vorlaukur
1 rauður chili, fræhreinsaður
1 laukur
Ø Saxið laukinn, vorlaukinn og chilibelginn
Wok-sósa:
2 msk sojasósa
1 msk hrísgrjónaedik
1/2 msk fiskisósa
1 tsk sykur
1 tsk maizena
Ø Blandið öllu vel saman í skál
Maukið allt sem að á að fara í kryddlöginn saman í matvinnsluvél. Setjið kryddlöginn í stóran ziplock-plastpoka(eða poka sem að hægt er að loka) ásamt kjúklingabitunum og veltið vel saman. Marinerið í nokkrar klukkustundir, helst yfir nótt
Þegar kjötið er tilbúið byrjum við á því að undirbúa það sem þarf fyrir steikinguna, grænmetið og wok-sósu.
Þá er komið að því að elda grænmetið og kjúklinginn.
Hitið olíu á wok-pönnu eða stórri pönnu. Steikið grænmetið þar til það er orðið mjúkt. Takið af pönnunni og geymið. Takið kjúklinginn úr kryddleginum og hristið mesta maukið af. Bætið olíu á pönnuna og steikið á mjög heitri pönnunni. Þegar kjúklingabitarnir hafa tekið á sig góðan lit og eru að verða steiktir í gegn bætið þið Wok sósunni út á og steikið áfram í 1-2 mínútur. Bætið þá grænmetinu út á og steikið þar til það er orðið heitt.
Berið fram með jasmín-grjónum (eða öðrum góðum hrísgrjónum).
Jói Ritstjóri
thưởng thức (verði ykkur að góðu)
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 14:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Afmæli Gilsbakkara í Janúar 2011
3.1.2011 | 00:38
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Afmæli Gilsbakkara!
30.12.2010 | 21:39
Ég er svo ánægð með afmæliskveðjurnar sem hafa verið birtar hér reglulega og vil sérstaklega þakka þeim sem sjá um það. Um leið langar mig að koma með þá uppástungu að á næsta ári þá verði sett inn í staðinn ein færsla í mánuði þar sem öll afmælisbörnin eru sett inn í einu - hvernig líst ykkur á það?
Við verðum svo endilega að vera duglegri að setja inn uppskriftir(sem ég sakna) myndir mánaðarins(sem ég sakna) og t.d. brandara eða sögur af ættingjum......langar t.d. núna til að fá óbrigðult ráð til að brúna kartöflur - án þess að þær verði að "brenndum karamellum með kartöflufyllingu!!!!!"
Endilega að tjá sig :)
kv.Ása
Gleðilega hátíð
24.12.2010 | 09:35
Afmæli í dag
18.12.2010 | 11:21
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 13:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Frostrósir
16.12.2010 | 09:00
Sælir ættingjar
Ætla að misnota vefsíðuna aðeins en vinnufélagi minn er með til sölu 6 stk miða á Frostrósa tónleikana á Akureyri í kvöld 16.12. Ef einhver hefur áhuga þá hafið samband við hann en kappin heitir Gunnar Ægir og er með síma 858 9230.
Kveðja frá Hvammstanga / Gunnar Örn
Afmæli í dag
10.12.2010 | 10:37
Afmæli í dag
3.12.2010 | 18:06