Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Gáfnaljósið: Svar við spurningu 8

Í 8. spurningin var mynd (sjá neðar) og spurt: Hvað heitir kaupstaðurinn á myndinni

Rétt svar er: Sauðárkrókur 

Sjá nýlegri mynd

Svar sp8

Gáfnaljós Gilsbakkaranna sem að skinu skært vegna spurningu 8 eru Lilla, Kristbjörg, Gunni, Ása og Sigrún


Afmæli í dag

Sigga er 52 ára í dag.

afmæli  

 

Ritstjórn Gilsbakkafrétta óska henni til hamingju með daginn


Gáfnaljósið: Spurning 8

Jæja, þá er komið að næstu æfingu í hugarleikfiminni ...

Samþykkt var í ritstjórn að núna væri reynt á sjónminni Gilsbakkaranna

Minni alla Gilsbakkara á að það styttist óðum í ættarmótið og þá verður gott að vera búinn að undirbúa sig og þjálfa hugann fyrir spurningarkeppnina.

Spurt er: Hvað heitir kaupstaðurinn á myndinni hér að neðan ?

Sp. 8
 
                                                 Vinsamlegast senda svör á gilsbakkarar@gmail.com

Gáfnaljósið: Svar við spurningu 7

7. spurningin var eftirfarandi: Hvað er hægt að draga töluna 2 oft frá tölunni 32 ?

Rétt svar er: Einu sinni. (þegar að búið er að draga einu sinni frá stendur 30 eftir)

Gáfnaljós Gilsbakkaranna sem að skinu skært vegna spurningu 7 eru Lilla, Guðrún Helga & Valur og Lilli

Hlutfall réttra svara var 60 %


Gáfnaljósið: Spurning 7

Jæja, þá er komið að næstu æfingu í hugarleikfiminni ... Í ljósi þess hvað fáir svöruðu síðustu spurningu og enginn var með rétt svar, þá var ritstjórn sammála um að næsta spurning yrði að vera léttari.

Minni alla Gilsbakkara á að það styttist óðum í ættarmótið og þá verður gott að vera búinn að undirbúa sig og þjálfa hugann fyrir spurningarkeppnina.

Spurt er: Hvað er hægt að draga töluna 2 oft frá tölunni 32 ?

Sp. 7

Vinsamlegast senda svör á gilsbakkarar@gmail.com


Gáfnaljósið: Svar við spurningu 6

6. spurningin var eftirfarandi: Hvaða stafur væri réttur næst í eftirfarandi röð? 

--- F, F, S, S, Á, N, T, E, ? ---
 
 
Rétt svar er:            Svar spurningu 6
 

Gáfnaljós Gilsbakkaranna sem að skinu skært vegna spurningu 6 gáfu sig ekki fram.


Afmæli í dag

Daníel er 12 ára í dag.

afmæli  

 

Ritstjórn Gilsbakkafrétta óska honum til hamingju með daginn


Mynd vikunnar

Mynd: Lilli

Gáfnaljósið: Spurning 6

Jæja, þá er komið að næstu spurningu og er gott að nýta helgina vel í að finna svarið.

Spurt er: Hvaða stafur væri réttur næst í eftirfarandi röð? 

--- F, F, S, S, Á, N, T, E, ? ---
 
 Uppfært 01.05.2010
 
Smá auka upplýsingar: Hver stafur er fyrsti bókstafur í orði!
Þeir fjölmörgu sem að eru búnir að svara, fá annan séns til að svara rétt/ar!

 

 Vinsamlegast senda svör á gilsbakkarar@gmail.com


Gáfnaljósið: Svar við spurningu 5

5. spurningin var eftirfarandi: Hvað gerðist árið 1961, sem að mun ekki aftur gerast fyrr en árið 6009 ?)

Rétt svar er: Ef að ártölunum er snúið á hvolf, sýna þau sama ártalið (frekar snúið svar!) Svar sp. 5

Gáfnaljós Gilsbakkaranna sem að skinu skært vegna spurningu 5 eru Lilla, Jói Jak, Gunni og Guðrún Helga & Valur

Hlutfall réttra svara var 100 % (ennþá lélegt svarhlutfall mv. fjölda Gilsbakkara)

Uppfært 01.05.2010


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband