Mynd vikunnar
9.3.2010 | 00:20
Eins og fólk veit þá er ég mikill áhugamaður um góðar kvikmyndir og því sem að þeim snýr, var að fara yfir helstu verðlaunin og furða mig á því af hverju Avatar hefði ekki fengið fleiri verðlaun, þá rakst ég á þessa mynd sem tekið var við Óskarsverðlaunaafhendinguna og ef þessi mynd er skoðuð ítarlega þá má sjá kunnulegan aðila sem að hefur birst áður á mynd vikunnar.
.... ótrúlega lítill Gilsbakkaraheimurinn!
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
HA HA HA Þarna er þá Magnús okkar staddur, gott að vita að hann er ekki alveg týndur. Er þetta Sigga sem er að kíkja yfir öxlina á honum? Ja þetta fræga fólk. Nú fáum við aldeilis ferðasöguna á næsta ættarmóti þ.e.a.s. ef þau eru ekki orðin OF fræg til að sækja svoleiðis samkomu!
hraunkotskerlingin (IP-tala skráð) 9.3.2010 kl. 18:35
Er nú ekki viss um að svona merkilegt fólk mæti á aumt ættarmót!! Sé núna að Magnús er merkilegur kall - hingað til hefur hann bara verið "kallinn hennar Siggu frænku" .......nú er ég farin að fá allt aðra mynd af honum
Ása (IP-tala skráð) 9.3.2010 kl. 22:55
Ó, ég vildi svo óska og er reyndar viss um að hann Maggi okkar hefur fengið Óskarinn fyrir frábæra leikhæfileika. Við munum öll eftir ógleymanlegum leik hans sem ungfrú Vaðlaheiði í ágúst s.l. Ætli hann þurfi ekki að breyta nafninu sínu ef hann sest að í Hollywood. Það gengur ekki að heita þar Magnús Guðjónsson, það verður að vera eitthvað "úttlenskt". Eru ekki einhverjar hugmyndir að filmstjörnu nafni fyrir hann? Svo ættum við að stefna að næsta ættarmóti í Hollywood! Hvernig líst ykkur á það?
hraunkotskerlingin (IP-tala skráð) 10.3.2010 kl. 19:48
Hvaaa sjáið ekki að þetta er Sigríður í flotta kjólnum eftir smá yfirhalningu í LA alveg er ég bit
Gilsbakkararnir, 12.3.2010 kl. 21:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.