Styttist óðum í ættarmótið 2010

Hæ öll,

Nú styttist óðum í ættarmót Gilsbakkara 2010 og hefur ritstjórn heyrt af ýmsum undirbúningi Gilsbakkarar; einn Gilsbakkari sást máta risastórt fellihýsi við jeppann sinn,  einn karlkyns Gilsbakkari sást fara inní verslunina Stórar stelpur og máta draktir af miklu kappi til að reyna að ná ungfrú IceSave 2010 og frést hefur að ónefndur þotuliðs Gilsbakkari hafi hafnað boði á kvikmyndahátíð í Grænlandi sem að verður á sama tíma og ættarmótið.

Undirbúningur að dagskrá ættarmótsins er hafinn, og verður prófaður nýr liður þetta árið, en það verður spurningarkeppni á milli liða, ekki er búið að festa niður nánara fyrirkomulag.

Til að byrja upphitun fyrir ættarmótið verða regulega settar inn spurningar á síðuna okkar og á að senda svörin á gilsbakkarar@gmail.com. 

1. spurningin er eftirfarandi: Eineggja tvíburar (já, þeir eru bræður hvors annars) eru að labba niður Oddagötuna og mæta þá  manni sem að heilsar þeim með hæstvirtum, þessi maður er frændi bara annars þeirra. Hver er þessi maður?  Vinsamlegast senda svör á gilsbakkarar@gmail.com

 

Læt svo fylgja með mynd af því þegar að Arna var að labba með Hreiðar Örn í Nauthólsvík og ákvað að treysta honum að labba einum í flæðamálinu.

Selurinn Hreiðar

Kveðja, Jói Ritstjóri


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jói ritstjóri gott að þú ert byrjaður að hrista upp í okkur. En ég var að "spökulera" í foreldrum þessa litla "Nauthólsvíkursundmanns".  Þurfa þau ekki að fylgjast aðeins betur með börnunum, það er allt í lagi þó að ömmurnar týni þeim og séu klagaðar af Barnavernd Dalvíkur, en foreldrarnir.... og þetta með gátuna, sendi svar!

hraunkotskerlingin (IP-tala skráð) 30.3.2010 kl. 18:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband