Gáfnaljósið: Spurning 4

Jæja, þá er komið að næstu æfingu í hugarleikfiminni ... vona að fleiri taki þátt þetta skiptið ..

Fimm kofar í fimm mismunandi litum standa í röð frá vinstri til hægri. Í hverjum kofa býr maður af ákveðnu svæði, engir tveir af því sama. Íbúarnir fimm drekka ákveðinn drykk, reykja ákveðna vindlategund og hafa ákveðið gæludýr. Engir tveir þeirra drekka sama drykkinn, reykja sömu vindlategund eða halda sama gæludýrið. Aðrar upplýsingar:

  1. Eyfirðingurinn býr í rauða kofanum.
  2. Reyðfirðingurinn hefur hunda sem gæludýr.
  3. Húnvetningurinn drekkur te.
  4. Græni kofinn er næsti kofi vinstra megin við þann hvíta.
  5. Íbúi græna kofans drekkur kaffi.
  6. Sá sem reykir Pall Mall heldur fugla.
  7. Íbúi gula kofans reykir Dunhill.
  8. Íbúi kofans í miðjunni drekkur mjólk.
  9. Skagfirðingurinn býr í fyrsta kofanum.
  10. Sá sem reykir Blends býr við hliðina á þeim sem heldur ketti.
  11. Sá sem á hest býr við hliðina á þeim sem reykir Dunhill.
  12. Sá sem reykir Bluemasters drekkur bjór.
  13. Mosfellingurinn reykir Prince.
  14. Skagfirðingurinn býr við hliðina á bláa kofanum.
  15. Sá sem reykir Blends býr við hliðina á þeim sem drekkur vatn

Spurt er : Hver á kindina ?

  kind

 Vinsamlegast senda svör á gilsbakkarar@gmail.com


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gilsbakkararnir

Úrslitin úr þessari spurningu verða gerð ljós á morgun (sunnudag) og eru því síðustu forvöð að skila inn svari.

Kv, Jói Ritstjóri

Gilsbakkararnir, 17.4.2010 kl. 20:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband