Gáfnaljósið: Svar við spurningu 4
18.4.2010 | 22:51
4. spurningin var eftirfarandi: Hver á kindina? (sjá forsendur neðar í spurningu. 4)
Rétt svar er: Mosfellingurinn á kindina. Ennfremur drekkur hann kaffi, reykir Price og býr í grænu húsi.
Gáfnaljós Gilsbakkaranna sem að skinu skært vegna spurningu 4 eru Lilla, Arna og Guðrún Helga & Valur
Hlutfall réttra svara var 75 % (ennþá lélegt svarhlutfall mv. fjölda Gilsbakkara)
[Uppfært 19.04.2010]
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt 19.4.2010 kl. 08:45 | Facebook
Athugasemdir
Til hamingju Lilla og Arna :) Ef hlutfall réttra svara er 66.6% þýðir það að 3 svöruðu spurningunni ? Það eru nú mun fleiri Gilsbakkarar þarna úti, en við Valur svöruðum líka Mosfellingur svo hugsanlega hafa 4 af 6 svarað rétt, sem er aðeins skárra en það eru nú líka mun fleiri en 6 Gilsbakkarar þarna í netheimum er það ekki ?
Kv. Guðrún og Valur
Guðrún Helga (IP-tala skráð) 18.4.2010 kl. 23:24
Ég var svo viss um að rollan væri á Reyðarfirði!!
Tek undir með frænku minn hér að ofan - endilega að taka þátt þó maður viti ekki 100% svarið - sem betur fer kemur aldrei fram hverjir svara vitlaust - nema þeir séu jafn vitlausir og ég -að opinbera það sjálfir!!!!
kv. Ása vitlausa!
Ása (IP-tala skráð) 18.4.2010 kl. 23:48
Ritstjórn barst ekki svarið frá Guðrúnu & Val, en mv. að þeirra svar hafi komið inn er 75% af innsendum svörum rétt.
Gilsbakkararnir, 19.4.2010 kl. 08:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.