Uppskrift úr höfuðborginni

Exótískar kjötbollur með myntu og sætkartöflustöppu

 

Kólnandi hitastig kallar á haustlegan mat. Exótískar kjötbollur eru dásamlega góðar og ekki skemmir sætkartöflustappan stemninguna. Nú flæðir íslenskt grænmeti um verslanir landsins og því ekki úr vegi að reyna að nota eins mikið af því og hugsast getur. Engiferrótin gerir sætkartöflustöppuna sérlega góða en á þessum árstíma er um að gera að dæla í sig engiferi til að vinna gegn haustflensum og öðrum leiðindum.

Þessi réttur er fyrir tvo fullorðna og þrjú svöng börn. Ef það er afgangur af bollunum má endilega skella þeim í frystinn og eiga til góða.

500 g nautahakk

Ummm...

500 g svínahakk

1 laukur, smátt skorinn

Handfylli fersk mynta, smátt skorin

2 tsk indverskt kryddblanda frá Nomu

2 tsk kórínader

1 msk kartöflumjöl

1 egg

Allt sett í hrærivélaskál og hrært saman með hnoðaranum í fimm mínútur. Þá eru mótaðar litlar bollur úr deiginu og þær steiktar á pönnu í nokkrar mínútur á hverri hlið. Þegar bollurnar eru tilbúnar eru tvær msk af mangóchutney sett yfir og bollunum vellt upp úr því.

Sætkartöflustappa með kanil og engifer:

2 sætar kartöflur, afhýddar og skornar í munnbita

2 rófur, afhýddar og skornar í munnbita

3 sm engiferrót

1 msk kanill

1 sellerístöngull

Vatn

Skrælið sætu kartöflurnar og rófurnar og skerið í munnbita. Engferrótin er skorin smátt ásamt selleríi og sett í pott ásamt öllu hinu. Notið eins lítið vatn og þið komist upp með og rétt látið það fljóta yfir grænmetið. Látið sjóða þar til sætu kartöflurnar og rófurnar eru mjúkar í gegn. Þá er vatnið sigtað frá og hráefnið stappað. Gott er að setja smá Maldon salt yfir rétt áður en borið er fram.

Gott er að bera réttinn fram með fersku salati.

 Jói Ritstjóri

Heimild: www.pressan.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Namm namm, hvenær má ég koma í mat???????????

Tengdamutter (IP-tala skráð) 26.8.2010 kl. 13:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband