Smá fréttir frá Köben

Takk kærlega fyrir afmæliskveðjurnar um daginn :)

Langar bara að koma með smá fréttir frá Kaupmannahöfn. Við erum nú loksins búin að koma okkur mjög vel fyrir í okkar eigin íbúð. Fyrstu vikurnar vorum við á smá flakki milli vinar hans Vals, gistiheimila, hostela og Þýskalands. En 14. sept fengum við íbúð, litla hálf stúdíó íbúð (45fm) í Rödovre. Það er úthverfi frá Köben en við erum sirka 20 mín með lest niður í miðbæ.

Skólinn okkar er bara mjög fínn en hann er frekar langt frá, sirka 13 km frá þar sem við búum núna. Við tökum strætó uppeftir og erum sirka hálftíma til klukkutíma á leiðinni (eftir hvernig við hittum á) svo það þarf að vakna snemma hér til þess að mæta í skólann kl 8.

Svo fylgja hér nokkrar myndir:
http://public.fotki.com/valurb/bin-okkar/

Hilsen
Guðrún og Valur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gilsbakkararnir

Hæ þetta er flott ég sé að það er nóg pláss fyrir mig kannski ég flytji bara í nóv þegar ég er búin í skólanum er það ekki í lagi???????????????? Kv 

Gilsbakkararnir, 27.9.2010 kl. 16:16

2 identicon

Gott að heyra að þið séuð komin með þak yfir höfuðið en ekki mæli ég með að þið takið við,, þessari '' sem er búin í skólanum í nóv. nema að þið flytjið í einbýlishús en innilega til hamingju með litlu/stóru frænkuna þetta er allt í áttina, vonandi hafið þið það sem allra best þarna í Köben.

Bestu kveðjur frá okkur hér á austurhjaranum.

Sigrún (IP-tala skráð) 28.9.2010 kl. 19:26

3 identicon

Gaman og gott að heyra að ykkur gengur vel. Endilega sendið fréttir sem oftast á Gilsbakkaravefinn. Hvernig gengur svo með dönskuna, eða er kannske aðallega töluð enska? Hafið það alltaf sem allra best elskurnar kveðja frá Jakob og Lillu. p.s. Hjartanlega til lukku með litlu frænkuna!

Jakob og Lilla (IP-tala skráð) 29.9.2010 kl. 19:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband