Ísostakaka :-)
6.10.2010 | 18:09
Mundi eftir þessari þegar Ása bað um uppskrift.
1 poki makrónukökur
175 gr smjör brætt.
Myljið kökurnar og setjið í botn á meðalstóru smelluformi. Hellið smjörinu yfir og þéttið vel.
Fylling:
300 gr rjómaostur
200 gr. rjómaostur
1/2 L þeyttur rjómi.
Þeytið rjómaost og flórsykur saman. Bl. þeyttum rjóma saman við. Setjið ofan á botninn í smelluforminu jafnið og látið í frysti. Fyllingin á að frjósa alveg í gegn áður en lengra er haldið.
Krem: 1 dós sýrður rjómi blandað saman við brætt súkkulaðið.
2oo gr. súkkulaði
Ber til skreytingar.
Kakan losuð úr forminu með því að hita formið . Kremið sett á frosna kökuna, skreytt með berjum og sett í frysti fram að neyslu tekin út 30 mín fyrir neyslu.
Gestgjafinn 11 tbl.2003.
Verði ykkur að góðu. Kveðja Sigrún
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Namm namm girnilegt! Áfram með smjör...... nei ég meina uppskriftirnar!
Hraunkotskerlingin (IP-tala skráð) 6.10.2010 kl. 21:21
ATH ATH það er villa í uppskriftinni það eru 300 gr rjómaostur og 200 gr flórsykur en eflaust hefðuð þið séð það fljótt. Kveðja Sigrún
Sigrún (IP-tala skráð) 6.10.2010 kl. 21:24
namm mmmm mmm - strax farin að hlakka til næsta saumaklúbbar - Takk Takk :)
Ása (IP-tala skráð) 10.10.2010 kl. 18:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.