Afmæli Gilsbakkara!
30.12.2010 | 21:39
Ég er svo ánægð með afmæliskveðjurnar sem hafa verið birtar hér reglulega og vil sérstaklega þakka þeim sem sjá um það. Um leið langar mig að koma með þá uppástungu að á næsta ári þá verði sett inn í staðinn ein færsla í mánuði þar sem öll afmælisbörnin eru sett inn í einu - hvernig líst ykkur á það?
Við verðum svo endilega að vera duglegri að setja inn uppskriftir(sem ég sakna) myndir mánaðarins(sem ég sakna) og t.d. brandara eða sögur af ættingjum......langar t.d. núna til að fá óbrigðult ráð til að brúna kartöflur - án þess að þær verði að "brenndum karamellum með kartöflufyllingu!!!!!"
Endilega að tjá sig :)
kv.Ása
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Hæ Ása.
Mér finnst best að setja fyrst sykurinn í pott ca 200 gr. Hita við vægan hita þar til fer að sjást brúning í miðjunni þá set ég slatta agf smjörlíki ca 50 gr. læt þetta brúnast saman hræi í með sleif og læt malla í smá stund lækka hitann síðan er gott að setja slettu af ekta rjóma ekki mikið og ekki lítið þá á þetta að verða fín þykk sósa og passa síða að kartöflurnar séu heitar þegar þær fara í pottinn og eins að hafa aldrei mikinn hita við þessa athöfn. Þú lætur mig vita ef þetta verður áfram karamellukartöflur
Sigrún (IP-tala skráð) 2.1.2011 kl. 21:16
Ása svo ef þetta gengur ekki þá á bara að strá sykri yfir aftur þá verða þær finnar. þessi uppskrift sem Sigrún setti inn er svippuð og mín nema að ég nota 212 gr af sykri en sama magn af smjóri verði ykkur að góðu og gleðilegt ár. Og svo líst mér vel á að setja inn öll afmælisbörninn inn í einu. biðjum að heilsa frá
Lækjarbrekku
Jóhannes (IP-tala skráð) 2.1.2011 kl. 21:29
Takk fyrir þetta - því miður kom þetta aðeins of seint fyrir mig, en ég hafði vit á að tala við mömmu og hún sagði nánast það sama og þið þannig að kartöflurnar tókust alveg hreint frábærlega og fékk ég meira að segja hrós fyrir :) Mæli því algjörlega með þessari aðferð. Lykilatriðið var líklega lágur hiti og smá rjómasletta
Ása (IP-tala skráð) 3.1.2011 kl. 17:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.