Uppskrift frá Víetnam

Sælir Gilsbakkarar!

 

Fannst kominn tími á að setja inn eina uppskrift, og fannst mér tilvalið að setja inn mataruppskrift frá Víetnam, þar sem að matur þaðan er í miklu uppáhaldi hjá mér.

 

Samantekt:  Kjúklingurinn er látinn liggja í kryddlegi og síðan wok-steiktur ásamt grænmeti.

 

 

LemonGrass Kjúlli frá Víetnam

 

 

Kjöt:

600 beinlaust, skinnlaust kjúklingakjöt, lundir eða læri, skorið í bita

 

Kryddlögur:

2 stilkar af lemongrass

2 skalottulaukar

1 rauður chili, fræhreinsaður

4 hvítlauksgeirar

4 sm engiferrót

1/2 dl olía

1/2 dl vatn

salt og pipar

 

Grænmeti:

1 búnt vorlaukur

1 rauður chili, fræhreinsaður

1 laukur

Ø  Saxið laukinn, vorlaukinn og chilibelginn

 

Wok-sósa:

2 msk sojasósa

1 msk hrísgrjónaedik

1/2 msk fiskisósa

1 tsk sykur

1 tsk maizena

Ø  Blandið öllu vel saman í skál

 

Maukið allt sem að á að fara í kryddlöginn saman í matvinnsluvél. Setjið kryddlöginn í stóran ziplock-plastpoka(eða poka sem að hægt er að loka) ásamt kjúklingabitunum og veltið vel saman. Marinerið í nokkrar klukkustundir, helst yfir nótt

Þegar kjötið er tilbúið byrjum við á því að undirbúa það sem þarf fyrir steikinguna, grænmetið og wok-sósu.

 

Þá er komið að því að elda grænmetið og kjúklinginn.

Hitið olíu á wok-pönnu eða stórri pönnu. Steikið grænmetið þar til það er orðið mjúkt. Takið af pönnunni og geymið. Takið kjúklinginn úr kryddleginum og hristið mesta maukið af. Bætið olíu á pönnuna og steikið á mjög heitri pönnunni. Þegar kjúklingabitarnir hafa tekið á sig góðan lit og eru að verða steiktir í gegn bætið þið Wok sósunni út á og steikið áfram í 1-2 mínútur. Bætið þá grænmetinu út á og steikið þar til það er orðið heitt.


Berið fram með jasmín-grjónum (eða öðrum góðum hrísgrjónum).

 

                                    Jói Ritstjóri                       

thưởng thức (verði ykkur að góðu)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta líst mér rosalega vel á, fæ karlinn hann Jakob til að elda svona handa mér. Hann er hvort sem er alveg búinn að yfirtaka eldhúsið, ssem er reyndar alveg ágætt. En meðal annars ég sé að þú ert farinn að skrifa á víetnamsku, ertu nokkuð góður í henni?

kerlingarálftin í Oddag. 3 (IP-tala skráð) 20.1.2011 kl. 22:23

2 identicon

Uppskriftin er girnileg en ? hvort maður renni ekki  bara á lyktina og bjóði sér í mat hjá kokkinum

Sigrún (IP-tala skráð) 21.1.2011 kl. 14:20

3 identicon

Hugsa að ég geri einsog frænka mín og reyni að renna á lyktina -hvort sem það verður í nr. 3 eða nr. 9  :)

Ása (IP-tala skráð) 21.1.2011 kl. 20:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband