Kvöldmaturinn í kvöld í Brunevang 92
21.1.2011 | 08:28
Mér lýst mjög vel á kjúklinginn hér á undan en versta er hvað það þarf mörg hráefni.
Í kvöld hjá okkur Val verður pizza með ruccola salati.
Uppskrift:
Pizzabotn
2 1/2 bolli hveiti
1 msk þurrger
1 tsk salt
½ tsk sykur - við höfum notað eina teskeið af hunangi í staðinn
1 bolli vatn (vatn velgt og þurrgerinu bætt út í)
1 msk matarolia
Álegg
pizzasósa
1 fersk mozzarella kúla skorin í sneiðar (eða camenbert eða annar góður ostur)
1 bréf parmaskinka (eða annarskonar hráskinka)
1 bakki ruccola salatsalt
Aðferð
Pizzabotnin hrærður saman og geymdur inn í ískáp í klukkutíma til einn og hálfan.
Sósan sett á botninn, mozzarella sneiðunum dreift yfir og þetta bakað í ofni í 10-15 mínútur.
Þegar pizzan er tekin úr ofninum er skinkunni dreift yfir, salatinu yfir það og að lokum sett salt yfir allt.
Mjög einfalt og fljótlegt að gera :)
Verði ykkur að góðu
Guðrún og Valur
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Líst vel á þessa ,,át'' eina frá Tærgesen í gær og var hún ágæt.
Vonandi hafið þið það sem best í Köben bestu kveðjur.
Sigrún (IP-tala skráð) 21.1.2011 kl. 14:22
namm......mun klárlega henda í eina "Brunevang" á næstunni
Ása (IP-tala skráð) 21.1.2011 kl. 20:07
Mange tak det er er sikkert en meget god opskrift
kerlingarálftin í Oddag. 3 (IP-tala skráð) 21.1.2011 kl. 20:55
Hæ ég er á þeiri skoðun að það eigi ekki að borða matinn frá dyronum. Frekkar að hafa meira dyrakjöt á pissonum. En annars er þetta mjög girnilegt að sjá. Með kveðju til DK Jói
Jóhannes (IP-tala skráð) 26.1.2011 kl. 16:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.