Ættarmót Gilsbakkara 2011

Senn líður aðættarmóti (18 dagar) og er  undirbúningur fyrir það búinn að standa streitulaust í 16 vikur og er  það  von  mótsnefndar að undirbúningurinn skili enn einu góðu ættarmótinu.

Ýmislegt verður á dagskránniþetta árið, og má sjá hér að neðan yfirlit um það helsta: hæfileikakeppnin "Bjartasta vonin"spurningarkeppni systkinanna, útsláttamót í kubbaleik, fegurðarsamkeppni,  bingó, átkeppni, svefnkeppni, baksturskeppni, fjöldasöngur, grillkeppni, drykkjukeppni,  aksturskeppni, aflraunakeppni, brenna, 2 daga gönguferð og fleiri óvæntir  atburðir 

Eftir stóra markaðskönnun sem að Gallup gerði fyrir  undirbúningsnefndina á tímabilinu 29 – 31 febrúar sl. verður boðið uppá ýmis  námskeið á ættarmótinu t.d matargerð að hætti Inka, mosaræktun, koddaröðun, brandaragerð,albönsk þjóðlagatónlist, samskipti við álfa, notkun á Windows 98SE, skapandi  skrif og fleiri námskeið sem undirbúningsnefnd á eftir að fá  staðfest. 

 

Systkinin frá Gilsbakka (Jakob,Þröstur, Jóhannes, Sigríður, Sigrún og Kristbjörg) eru beðin um að myndahvert 3 manna lið sem að mun keppa í spurningarkeppninni fyrir þeirra hönd.Systkynin mega vera sjálf í liðinu og má velja hvern sem er í sitt lið, þó ekki  neitt af hinum systkynunum.  Tilkynna þarf inn  liðin fyrir 4. ágúst í netfangið gilsbakkarar@gmail.com , merkt Spurningarkeppni 2011


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er bara svona mikið um að vera, þurfum við þá ekki að láta mótið standa fram undir jól, svo við náum öllu sem er á dagsskrá ? Á ekki að minnast á hæfileikakeppnina "Bjartasta vonin"?

Hraunkotskerlingin (IP-tala skráð) 19.7.2011 kl. 19:50

2 identicon

Hæfileikakeppnin "Bjartasta vonin" er af sjálfsögðu eitt af aðal atburðum ættarmótsins ...

Undirbúningsnefndin (IP-tala skráð) 19.7.2011 kl. 23:06

3 identicon

Halló.

Steingleymdi að tilkynna þátttöku í spurnigarkeppninni.

Við verðum fáliðuð í ár þannig að við ,, gamla settið'' verðum bara í eldlínunni.

Kveðja Sigrún gamla á Reyðarfirði

Sigrún (IP-tala skráð) 4.8.2011 kl. 09:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband