Gilsbakkamót 2012

Sæl

Það voru einhverjar umræður á seinasta móti um hvort ætti að gera smá breytingar fyrir þetta ár.

Það sem ég heyrði af voru:

-Ætti að sleppa grautnum annaðhvert ár og vera með þema mat í staðinn?

-Ætti hvert systkini að standa fyrir einum atburði / skemmtiatriði ?

-Ætti hugsanlega að skipta um helgi ?

 

Hvað finnst ykkur ?
Kv. Guðrún

 

ættarmot2010 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Varðandi fyrirspurn Guðrúnar.

1. Mér líst vel á að hafa grautinn annað hvert ár, því þetta er orðið dálítið mál fyrir þann sem eldar, svo er okkur að fjölga og það fæst orðið ágætis mjólkurgrautur og ég legg til að við höfum ekki graut í sumar.

2. Ég sé því ekkert til fyrirstöðu, en ég persóulega vil hafa vísnakeppnina áfram og spurningaleikurinn finnst mér góður. Annars veit ég ekki hvernig skemmtiatriðin yrðu frá mínum legg þegar við Víðir myndum mæta tvö. Svo er líka ? að  virkja krakkana t.d. í bingó að deginum til það var ágætt í fyrra og allir myndu leggja til smá vinninga.

3. Ég er ekki til í að skipta um helgi, það þarf einnig að taka tillit til bóndans sem á jörðina og heyjar  túnið sem við höfum afnot af. Þegar þessi helgi var ákveðin var talið að sem flestir kæmust út af sumarfríum.

Kveðja Sigrún

Sigrún (IP-tala skráð) 25.4.2012 kl. 10:44

2 identicon

Sammála  Sigrúnu í öllum atriðum.  Ég mun ekki sakna grautsins.  En spyr hvernig hugsar Guðrún sér þennan þema mat. Eiga t.d. öll hjón (pör) að koma með e-n rétt, eða Gilsbakkasystkinin og þeirra afkomendur að koma með e-a saman?  kærar kveðjur til ykkar sem þetta lesið. K.S.R.

Hraunkotskerlingin (IP-tala skráð) 26.4.2012 kl. 19:24

3 identicon

Getur pabbi þá ekki verið það systkinið sem sér um vísnakeppnina og þar sem hann á flest börnin þá legg ég til að hann sjái líka um spurningakeppnina ;)

Ása (IP-tala skráð) 26.4.2012 kl. 21:24

4 identicon

Hæ öll.

Fyrir hönd okkar hjóna þá myndum við vilja halda tímasetniningunni óbreyttri, þ.e hafa þetta áfram helgina eftir verslunarmannahelgina.

Okkur líst vel á að hafa grautinn annað hvert ár, og hitt árið sjái bara hver um sig (og sína) í hádeginu á laugardeginum.

Myndum vilja halda vísnakeppninni og hafa bingó fyrir börnin, öðru má breyta.

Kv, Arna og strákarnir.

Arna og strákarnir (IP-tala skráð) 30.4.2012 kl. 22:13

5 identicon

Sammála því að hver og einn komi með f. sig, ég ætti t.d. erfitt með að ferðast yfir hálft landið með majónessalat og þeyttan rjóma ;)

Skora á Jóa Baldur að halda áfram með spurningakeppnina og bingóið var virkilega skemmtilegt í fyrra - höldum því áfram.

....og eitt enn - hvar eru tillögur frá öllum þeim mörgu sem vildu breytingar og ræddu þær - endilega að þeir komi hér með sitt álit - Guðrún Helga endilega ýttu á þau, tíminn líður :)

Ása......afskiptasama!! (IP-tala skráð) 1.5.2012 kl. 14:27

6 Smámynd: Gilsbakkararnir

Hæ hæ allir,

Mér finndist allt í lagi að sleppa grautnum, hafa hann annað hvert ár, þó hefur mér fundist þetta góð stund, allir að borða saman. Ég fékk reyndar hugmynd þegar við vorum á leiðiini á ættarmótið í fyrra, að koma með tilbúna súpu í fötu og hita hana upp á prímus :) hvort sem hún yrði borðuð um kvöldið eða í hádeginu á laugardeginum, svo miklar súpufréttir bárust frá Dalvík að okkur var farið að dauðlanga í góða súpu :)

Annars er ég allveg sammála að vísnakeppnin þarf að vera, bingóið (til í að kaupa vinninga)

spurningakeppnin er líka fín, má kannski ekki verða of mikið, við verðum líka getað spjallað og skemmt okkur saman :) Gera líka meira af því að fara í leiki með börnunum :)

Annars hef ég alltaf skemmt mér vel á ættarmótunum og þar hafa Lilla og Ása leikið stórt hlutverk, takk fyrir það, og vona að þær séu rétt að byrja :)

Tímasetningin er ágæt, svolítið seint þetta árið, vonum bara að veðrið leiki við okkur eins og það hefur svo oft gert :)

Best kveðjur Kristbjörg

Gilsbakkararnir, 1.5.2012 kl. 18:11

7 identicon

Hæ hæ allir

Ég sé að það eru heitar umræður í gangi. Ég segi fyrir mína parta og minnar fjölskyldu að ég væri til í að færa samkomuna okkar fram um eina helgi eða tvær. Við mamma vorum að ræða þetta núna um helgina, þá höfum við birtuna lengur þó svo að það sé aldrei hægt að ábyrgjast veðrið.

Ég er sammála með grautinn það er orðið dálítið mikið mál að sjóða graut ofan í alla, því stórfjölskyldan stækkar og stækkar (sem betur fer). Hver fjölskylda gæti komið með eitthvað smávegis með sér. Þá er ég ekki að tala um rjóma- eða smurbrauðstertur heldur bara brauð og álegg eins og ca það sem hver fjölskylda borðar í hádegismat setja þetta í púkk og allir borða saman eins og við höfum alltaf gert á þessum mótum okkar og njóta þess að vera saman og spjalla. Matartímarnir eru farnir að renna saman hjá okkur(við erum farin að borða allt of mikið:)

Það þarf ekki að hætta að vera með skemmtiatriði, það var ekki það sem Guðrún var að meina heldur var hún að tala um að þetta væri svo mikil vinna fyrir Hraunkotskerluna :) :), það kemst enginn með tærnar þar sem hún hefur hælana. Endilega að hafa vísnakeppnina (má ekki sleppa henni) og bingóið þá geta allir komið með eitthvað smádót í vinninga (nú er óðaverðbólga og hver gæti komið með jafnmarga hluti og fjölskyldan er stór, ég kæmi með tvo, Guðrún tvo og Steini fimm -allir fá einhvern vinning). Svo má alveg halda ræður eða flytja gamanmál en aðalatriðið er að allir komi saman glaðir og kátir :) :) :)

Kv Sigga og co

Við getum farið í leiki eins og við gerðum í upphafi, reiptog, fótbolta eða frisbígolf og etja kappi saman (þó svo að gigtin sé farin að hrjá þá elstu). Ég held að við ættum að skoða þetta af fullri alvöru með það að færa mótið og taka ákvörðun um það í sumar (mætti hafa leynikostningu og sú niðurstaða sem kæmi úr því stæði) Við getum tekið ákvörðun um grautinn fyrir mótið í sumar. Það þarf ekki langan undirbúning að breyta því. Það eru enn nokkrir mánuðir í mót, þó svo tíminn æði áfram.

Það sem er fyrir öllu er að hittast og hafa gaman af öll saman.

Kv Sigga.

sigga og co (IP-tala skráð) 2.5.2012 kl. 10:09

8 identicon

Halló halló.

Munum eftir að hafa smráð við bóndann ef það  á að breyta um helgi

Kveðja Sigrún

Sigrún (IP-tala skráð) 2.5.2012 kl. 12:45

9 identicon

Hæhæ

Ég persónulega var ekki með miklar hugmyndir, ég er ekki svo viss um að muni komast á mótið í ár svo ég ætla ekki að skipta mér af hvort önnur helgi verður valin :)

En mér heyrist að flestir vilji halda þessari helgi sem hefur verið fín hingað til, þó stundum sé orðið dáldið kalt.

Þó verslunarmannahelgin hljómi líka vel, sú helgi er nú 3.-5. ágúst og ef ég man rétt hefur helgin eftir versló stundum dottið nánast svo framarlega, ætti heyskapur ekki að vera búinn þá ?

Mér heyrist að allir séu sammála um að hægt sé að sleppa grautnum í ár, en mér finnst súpuhugmyndin hennar Kristbjargar hljóma ótrúlega vel, væri gaman að setjast niður í súpu á föstudagskvöldinu saman :)

Svo kæmi hver fjölskylda (þá á ég við allar fjölskyldur, ekki bara gömlu systkinin ;) ) bara með smá brauð, jógúrt, snúða eða kleinur eða eitthvað þvíumlíkt, einhver gæti komið með mjólk og safa og leggja í púkk svo þá ætti að vera nóg handa öllum.

Með skemmtiatriðin, virðast allir vera sammála um að halda bingó á laugardeginum, allir gætu lagt nokkrar gjafir í púkk.

Spurningakeppning finnst mér frábær ef Jói Baldur er tilbúinn í að stjórna henni.

Vísnakeppning er einning ómissandi þáttur finnst mér :)

Svo hafa bara frjálsar hendur ef einhver fær hugmynd að atburði sem hann vill bæta við :)

Er það þá ákveðið að halda sömu helgi og vanalega ?

Kveðja

Guðrún

Guðrún Helga (IP-tala skráð) 2.5.2012 kl. 19:37

10 identicon

Hæ hæ

Ég var ekki að segja að ákvörðun yrði tekin um flutning á ættarmótinu án samráðs við Gilsbakkabóndann. En sennilega er best að vera ekkert að spá í breytingar við erum jú fastheldin á það sem fyrir er:). En það mátti alveg ræða þetta.

En ég var að spá hvort við ættum að fá leyfi hjá Gilsbakkabóndanum um að gróursetja nokkur tré. Ég held að ég hafi nefnt þetta áður. Það gæti verið gaman að halda áfram þeirri ræktun sem Ættarhöfðininn var byrjaður á, það gæti verið gaman fyrir afkomendur hans að sjá skóginn vaxa og dafana. Við þurfum ekki að setja niður einhver þúsund en kannski væri gaman að setja niður 40 og eitthvað eða jafnmörg og við erum í dag svo mætti kannski bæta við einu tré við hverja fjölgun í stórfjölskyldunni. Spáið í þetta og ég móðgast ekkert þó svo þetta verði ekki samþykkt.

En verðum endilega í sambandi áfram það er bara gott að henda hugmyndum á milli manna það getur alltaf komið eitthvað skemmtilegt út úr því.

Kv Sigga og co

Sigg og co (IP-tala skráð) 2.5.2012 kl. 22:32

11 identicon

Ættarhittingur.

1.Þakka ykkur bloggurum tillögurnar.

2. Ef ég verð með grautinn til dæmis 2013 og svo þar næst yrði ég orðinn 81 árs og tóbakið myndi leka meira ofan í pottinn.(en  92 ára ef ég yrðii seinastur í fyrstu umferð og kerlingin þá komin á stofnun.  

3. Væri ekki nær að hver og einn væri með góða súpu matarmikla

4. Staðarhaldari væri til í að elda kjötsúpu til notkunar mótsgesta á föstud. langeldaða úti á eldi.

5. Þið getið komið með comment.

6. Laugard:  Hafa það sem best tjalda-elda og skemmta sér.

7. Skemmtiatriði frá öllum í systkinahópnum- allir taki þátt.

8. Byrja tímanlega (að venju).

9. Nú gefum við í botn! Klárum dæmið með stæl. Kannske meira seinna?

   Systkinakveðja Jakob í Hraunkoti.

ps. Þetta er fín pæling frá ykkur, sem komin er fram.

Jakob (IP-tala skráð) 2.5.2012 kl. 23:47

12 identicon

Hæ allir

Ekki lýst mér á grautarlýsingarnar hjá Jakob en það er kostur að grauturinn er hvítur svo maður geti séð svörtu kornin;)og sneitt hjá þeim - vonandi:(

Ég hef ekkert á móti grautnum finnst þetta kerfi okkar bara þrælgott og eins og ég sagði um daginn, það kemst enginn með tærnar þar sem Lilla og Ása hafa hælana og vona að þær haldi áfram að skemmta okkur eins og þær hafa alltaf gert. Það er nauðsynlegt að hlæja og skemmta sér saman. Nú er farið að grænka og komið vor í loftið, þannig að nú er tíminn að kasta frá sér vetrargeðslaginu og taka upp sumargeðslagið.

Kv Sigga og co

Sigga (IP-tala skráð) 3.5.2012 kl. 23:54

13 identicon

Sigga mín, má ég minna þig á að ég er orðin gamall ellilífeyrisþegi og eg ætla núna að njóta þess í botn. Sem sagt gera helst ekki neitt, nema skemmta mér rosalega vel. Það er svo fullt af frábæru fólki í stórfjölskyldunni, sem örugglega lumar á ýmsu skemmtilegu. Vona að sem flestir hafi eitthvað fram að færa !!!!!!! Hlakka til að mæta á svæðið og vona að veðrið verði gott og allir í stuði. Kærar kveðjur Hraunkotskerlingin. 

Hraunkotskerlingin (IP-tala skráð) 4.5.2012 kl. 21:03

14 identicon

Er fastheldin á það sem er gott.

Vill ekki breyta dagsetningu.

Get eldað graut handa mér. Líst vel á breytinguna á grautnum.

Mamma er orðin það gömul að hún hefur ekkert annað að gera en að brassa við ættingjana hans Pabba.

Bið að heilsa.Jóhannes.

P.S. Það stefnir í að hlutti af ættingjunnum verði á Únglingalandsmóti um versló

Jóhannes Jakobsson (IP-tala skráð) 10.5.2012 kl. 22:13

15 identicon

Kæru þið öll. Góð umræða í gangi.

 Jakob þú bjargaðir þessu eru ,,tóbakskornin'' ekki bara lík vanillukornum:(

Við Víðir mætum alla vega á okkar tíma um miðnætti ef ég þekki okkur rétt og vonandi hress að vanda.

Kv. Sigrún

Sigrún (IP-tala skráð) 21.5.2012 kl. 22:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband