Jakob og pizzukassarnir!
16.9.2008 | 20:46
Ég rakst hér á eina gátu frá karlinum sem er giftur Hraunkotsfrúnni. Kerlingin hafði sett gátuna inn í athugasemdir - en ekki sem færslu á aðalsíðuna. Ég vil endilega að fleiri spreiti sig á henni ....þ.e. gátunni. En hún hljóðar svo:
Hversvegna segist Jakob henda möggunum,
þegar hann hendir pizzukössum?
Svarið nú hver sem betur getur!
Jæja, Gilsbakkarar sýnið nú hvað þið eruð gáfuð :)
-það væri nú gaman að vita hve oft í t.d. mánuði hann Jakob segði þetta? Bara svona til að vita hve margar pizzur koma í oddagatið pr.mánuð Sérstaklega vegna þess að pabba finnast pizzur ekki góðar!!
kv. Ása
p.s.................hver borðar eiginlega pizzurnar?
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Hann er Færeyingur..............
Res (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 20:57
Því miður er hann Jakob minn ekki Færeyingur, þó honum finnist gaman að dansa! Þetta er því ekki rétt svar. Ég hvet Gilsbakkarana til að reyna áfram að ráða þessa heimatilbúnu gátu hans Fíat-Kobba !!!!!!!! Áfram með smjörið. Kveðja Hraunkotskerlingin.
Hraunkotskerlingin (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 21:17
Er hann ekki bara svona hljóðvilltur að hann meinti helv... ruslið, en sagði Möggunum
Jóhannes Baldur Guðmundsson, 18.9.2008 kl. 16:24
Ég hugsa að hann þekki muninn á mogganum og pizzakössum en kannski það sé rútina hjá honum að fara með mogga gærdagsins og pizzukassa kvöldsins, í sömu ferðin í ruslið og hann hafi fundið upp á möggunum sem eins konar einsorða samband yfir hvort tveggja
Arna Stjarna
p.s eru einnhver verðlaun
Arna (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 17:33
Vísbending: Hugsið um kvöldvökuna á Hittingshelginni, þar leynist vísbending. Kveðja Hraunkotsfrúin.
Hraunkotskerlingin (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 20:12
Hann er að henda LÍKUNUM.
Jóhannes Baldur Guðmundsson, 19.9.2008 kl. 22:03
SKO - ég er búin að fatta svarið! Ég er búin að bera það undir frúnna og viti menn það var rétt - reyndar ekki í fyrstu tilraununum ........en ég rambaði á það eftir vísbenginguna hennar þ.e. HUGSIÐ um kvöldvökuna!!.....reyndar sagði hún mér að ég væri heit þegar ég "rataði á rétta braut" - þess vegna hef ég ákveðið að leyfa ykkur "greyunum" að rembast hér og mun EKKI segja svarið :) kv.Ása
Ása (IP-tala skráð) 20.9.2008 kl. 12:34
Ég þoli ekki gátur
Gunnar Örn (IP-tala skráð) 20.9.2008 kl. 19:07
Hér kemur önnur vísbending: sáuð þið ekkert sem minnti á pizzukassa á kvöldvökunni??????
Hraunkotskerlingin (IP-tala skráð) 21.9.2008 kl. 16:07
Ég held að vísbendingin hafi verið það seint á kvöldvökunni að bakkus hafi þurrkað það útúr minninu hjá flestum, við hin vorum annað hvort farin að sofa eða vorum of upptekin í namminu.
Jóhannes Baldur Guðmundsson, 21.9.2008 kl. 23:34
Nei, Jói minn hún var meðan leikritið Mjallhvít var á stóra sviðinu og til að gefa ennþá betri vísbendingu, þá varst þú næstum með nefið ofan í henni (ráðningunni)! og hananú!
Hraunkotskerlingin (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 21:45
Ok ég er samála Stóra brós minu að ég Þoli ekki gátur
og hvað er í gang þegar að einhver veit svarið og er ekki að deila því????
gátur ganga út á að margir giska og ein fatar svarið og lætur hina vita eða það hélt ég alavega
kv Arna
Arna (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 16:35
Uppgjafalið! Hér kemur svarið, en fyrst get ég sagt að það voru þrír, sem voru nánast um tíma með nefið ofan í lausn gátunnar. það voru Jói ritstjóri Mjallhvít), og Jói ritstjóri (vonda stjúpan) og Maggi (spegillinn). Sem sag Spegillinn var búinn til úr pizzukassa og Maggi lék spegilinn, þess vegna kallar Fíat-Kobbi pizzukassana maggana í höfuðið á Magnúsi!!!!!!!!!!Þið hefðuð kannske getað þetta, ef ég hefði skrifað stórt M í gátunni. Og hana nú.
P.S. Hvar eru allir Gilsbakkararnir, maður fer varla að þora að skrifa meira. Ætla ekki fleiri en ég að bulla eitthvað á þessa síðu ?
Hraunkotskerlingin svarar (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 22:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.