Arna, strákarnir og kallinn með snakkpokann...
22.9.2008 | 21:05
Hæ,
Eitthvað hefur gengið illa að fá svar við síðustu gátu, þannig að ákveðið hefur verið að bæta við annari gátu, sem að er tvískipt, og eru gefin 5 stig fyrir hver rétt svar.
Lesið eftirfarandi texta og svarið síðan 2skiptu gátunni;
Þorsteinn hét maður. Hann var Egilsson, Skalla-Grímssonar, Kveld-Úlfssonar hersis úr Noregi en Ásgerður hét móðir Þorsteins og var Bjarnardóttir.
Þorsteinn bjó að Borg í Borgarfirði. Hann var auðigur að fé og höfðingi mikill, vitur maður og hógvær og hófsmaður um alla hluti. Engi var hann afreksmaður um vöxt eða afl sem Egill faðir hans því að svo er sagt af fróðum mönnum að Egill hafi mestur kappi verið á Íslandi og hólmgöngumaður og mest ætlað af bóndasonum, fræðimaður var hann og mikill og manna vitrastur. Þorsteinn var og hið mesta afarmenni og vinsæll af allri alþýðu. Þorsteinn var vænn maður, hvítur á hár og eygur manna best.
Svo segja fróðir menn að margir í ætt Mýramanna, þeir sem frá Egli eru komnir, hafi verið menn vænstir en það sé þó mjög sundurgreinilegt því að sumir í þeirri ætt er kallað að ljótastir menn hafi verið. Í þeirri ætt hafa og verið margir atgervismenn um marga hluti sem var Kjartan Ólafsson pá og Víga-Barði og Skúli Þorsteinsson. Sumir voru og skáldmenn miklir í þeirri ætt, Björn Hítdælakappi, Einar prestur Skúlason, Snorri Sturluson og margir aðrir.
Þorsteinn átti Jófríði Gunnarsdóttur Hlífarsonar. Gunnar hefir best vígur verið og mestur fimleikamaður verið á Íslandi af búandmönnum, annar Gunnar að Hlíðarenda, þriðji Steinþór á Eyri.
Jófríður var átján vetra er Þorsteinn fékk hennar. Hún var ekkja. Hana hafði átt fyrr Þóroddur son Tungu-Odds og var þeirra dóttir Húngerður er þar fæddist upp að Borg með Þorsteini. Jófríður var skörungur mikill.
Þau Þorsteinn áttu mart barna en þó koma fá við þessa sögu. Skúli var elstur sona þeirra, annar Kollsveinn, þriðji Egill.
Gátan;
a) hvaða snakk er átt við í fyrirsögn þessa bloggs?
b) strákarnir eru 3, Baldur Örn, Óðinn Örn og hvað mun sá þriðji heita?
Kv, Jói GÁTUSTJÓRI
p.s í vetur munu svo koma krossaspurningar úr textanum hér að ofan :)
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
1. Froðusnakk. 2. Heimdallur Örn.
hraunkotskerlingin giskar á: (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 21:49
1. Dalasnakk
2. Jóhannes Gunnar(Örn) Jóhannesson - og fæðist 28.nóv :)
Ása (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 20:25
1. Er það snakkið með táfýlulyktinni, sem þið unga fólkið eruð alltaf að borða?
2. Ævar Örn Jóhannesson . Þá yrði hann nafni eins besta vísindamanns hér á landi, hann hefur auk þess hjálpað mörgum alvarlega sjúkum, með því að sjóða lúpínuseyði og senda þeim endurgjaldslaust.
svo er annar Ævar Örn (Jósepsson ), hinn landsfrægi krimmahöfundur.
Hraunkotskerlingin (IP-tala skráð) 5.10.2008 kl. 15:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.