Hvar eru aðrir Gilsbakkarar en þeir sem eru undan J.J. og K.S.R. ?
3.10.2008 | 22:40
Halló ALLIR Gilsbakkarar!
Ætlið þið ekki líka að fara að tjá ykkur meira hér á síðunni? Það væri alla vega gaman að því .....mér finnst þetta stundum vera farið að verða freeeekar "lókal"
Hvet alla Gilsbakkara - unga sem aldna að tjá sig.
Hlakka til að heyra frá ykkur
kveðja
Ása.... sem nennir ekki að hringja né heimsækja ykkur - en skoða reglulega bloggið ;)
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Þetta er þörf hvatning. Hvar eru þið öll hin. Ingibjörg mín Rún ætlar þú ekki að skrifa eitthvað fleira skemmtilegt? Og þið öll á Árbakka, Gilsbakka, Bubba og co, Sigga og co og allir Gilsbakkarar og áhangendur þeirra. Þið sjáið að Sigrún mátti vera að því, þrátt fyrir mikinn messusöng og vinnu. Eru þið öll mjög upptekin, einhver ykkar hljóta að skoða þessa síðu og þá er nú allt í lagi að skrifa smá kveðju í það minnsta.
Hraunkotskerlingin (IP-tala skráð) 5.10.2008 kl. 15:15
Já hvernig væri að byrjað væri á að velja einn penna vikunnar og hann skrifaði um sig og sýna eða hvað sem hann langaði helst til og sýðan myndi hann skora á einhvern annan að skrifa í næstu viku ? og svo koll (gilsbakkara) af kolli. Ritstjórarnir myndu fylgja þessu eftir.
Gunnar Örn (IP-tala skráð) 5.10.2008 kl. 17:50
Mikið er ég til í það sé svona penni vikunar og við ætlum útnefnt eins sem að svo út nefnir annar á eftir sér en þó að það sé penni vikurnar þá finst mér að það þurfi ekki að vera í viku í sen bara no að skifa eina færslu og benda svo á næsta og ég leg til að Lilli byri að skifa.
kv Arna
Arna (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 12:53
Ég er sammála stóra bróður og litlu systur minni um að "penni vikunnar" sé algjör snilld. Sé að systir mín hefur skorað á Lilla - er þá ekki upplagt að hann skori á næsta mann og svo koll af kolli? Ég bíð spennt eftir pistli frá Lilla.
Kveðja Ása
Ása (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 21:48
Sammála ykkur, þetta gæti orðið gaman. Skrifa hvað sem er, svo sem hugrenningar, segja skrýtlur gátur eða jafnvel koma með einhverja góða mataruppskrift, nú í kreppunni! Eða eitthvað sem þið eruð að gera á daginn. Það mega auðvitað allir, alltaf skrifa, og svo auðvitað hinn útvaldi "Penni" hverju sinni. Þetta gæti orðið rosalega skemmtilegt. Býð bara spennt eftir "Penna" númer eitt, Þresti bónda á Gilsbakka!
Hraunkotskerlingin giskar á...... (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 20:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.