Kveðja að austan

Hver er að kvarta yfir ritstíflu. Ég hef  bara svo ,,rosalega mikið að gera'' eða  þannig ,en þetta er vinsæl afsökun hér í þorpi þegar eitthvað á að gera t.d. syngja við messur og annað slíkt. En hvað með það ég kann fáa brandara og enn færri gátur en heyrði góðan brandara frá einum 3ja.

Einu sinni var tómatur að fara yfir götu, hann heyrði bíl koma og þá flýtti hann sér að fela sigLoL

Höfum  það gott hér fyrir austan vetur aðeins búinn að minna á sig. Ég er varla búin að ná mér eftir gestagang sumarsins og er enn að rétta fjárhaginn af en vonandi verður þetta komið í gott horf næsta vor. Bílskúrinn að verða fullur af mat og olíu þannig að þið ættuð alveg að geta komið. En ég get alveg sagt það að ég kíkji oft á þessa síðu þó svo ég skrifi ekki og mér finnst alveg frábært að Jóarnir séu svona hugmyndaríkir hér fær maður þó einhverjar fréttir?! Afkomendur JJ og KSR haldið bara áfram að vera svona dugleg að skrifa. Bestu kveðjur frá okkur öllum og Þresti á sjónumHeart

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl og blessuð frú Ísfeld!  Gott að heyra lífsmark frá þér.  Ég sá í hendi mér að nú gætum við Ástríkur minn bara komið í "kjét" til ykkar þegar kreppir að.  En svo áttaði ég mig á að kannske verður ekki til bensín á landinu og  ég nenni ekki að labba austur, þó ég sé sæmilega dugleg í því.  Erum að fara á eftir í Kiwanis afmælisfagnað , félagið er 40 ára.  Maður reynir þá að borða vel!  Bestu kveðjur til allra frá okkur í Odda"gatinu".

Hraunkotskerlingin (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 16:25

2 identicon

Kæra Hraunkotskerling!

Þar sem frú Ísfeld er að ná sér eftir gestagang sumarsins, búin að fylla skúrinn af mat og olíu fyndist mér nú alveg snilld að skella sér austur - éta á sig gat (ekki slæmt að taka með sér Tupperware dollurnar) og sitja þar sem fastast þar til hún gefur gestunum olíu svo þau fari aftur   ..........verst að hún situr uppi með þá sem eiga bíla sem ganga fyrir bensíni!!!

Kveðja - ein sem á bíla sem ganga fyrir bensínu og olíu - og veit alveg á hvaða bíl hún fer austur

Ása (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 21:33

3 identicon

Hæ, afasystir, ég ætla að tala við þig. Ég heiti Doddi.  Ég er byrjaður í skóla, í 6 ára bekk. Kennarinn er góður. Ég var að labba til Hlyns vinar míns og Árna vinar míns og í fullt af húsum sem ég þekki ekki til að safna pening handa fátæka fólkinu (Göngum til góðs) í Afríku sem gat ekki hitt fjölskylduna sína.

Doddi (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 21:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband