Kosningar 09.
21.4.2009 | 20:52
Ekki áróður heldur bara smá hugmynd. Þannig er mál með kosningarnar núna að það eru nokkrir öruggir inn og margir úti í kuldanum sem eru að berja á þinghúsið, þannig er best ef menn eru ekki búnir að ákveða hvern á að kjósa, kjósa þan sem manni langar til að komist inn því maður breitir ekki því sem er næstum órugg , Reglan er sú kjósa rétt eftir eigin sannfæringu með kveðju frá latta ritstjóranum að norðan.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Nesi minn, prófaðu að fara inn á kosningakompásinn á Mbl.is. Það er gaman að prófa, það fannst mér, þó að upp hafi komið Borgarahreyfingin í efsta sæti hjá mér. Er ekki búin að gleypa það, en Sjálfstæðisflokkurinn átti að höfða minnst til mín samkvæmt könnuninni. Prófið þetta Gilsbakkarar og segið okkur úrslitin.
mútter (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 21:32
Borgarahreyfingin nr.1 .......Vinstri græn nr.4.........Sjálfstæðisflokkurinn í neðsta sæti - þessi úrslit fékk ég í kosningakompásnum ....nú velti ég því fyrir mér hve mikið ég á að treysta þessu ....svo kíkti ég á xhvad.is og þar fékk ég aðra niðurstöðu!?!? Reyndar sér maður nú ekki neitt svakalegan mun á þessum flokkum.....ætti ekki bara að vera einn hægriflokkur og einn vinstri flokkur - það myndi svo mikið einfalda líf mitt kv. ÁJ
Ása (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 23:38
Fór áðan og kaus rétt ( utankjörstaðaatkv.).! - Michael minn ef þú lest þetta, þá bestu hamingjuóskir með bílprófið. Aktu alltaf með gát.
Hraunkotskerlingin (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 18:28
Ein forvitin-prófaði kosnigakompásinn nr.1 XO nr.2 XB nr.3 XS ...XD í næstneðsta og XV í neðsta sæti og hvað á ég svo að kjósa ............ætli ég verði ekki eins og kallinn í spaugstofunni ....ræð ekkert við grænu höndina
Kveðja að austan
Sigrún (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 21:20
Maður bara kemst að einhverju allt öðru um hvað maður á að kjósa eftir að hafa prófað þessar síður, hélt ég vissi hverja ég myndi styðja en prófin gáfu mér alveg aðra niðurstöðu........svo nú veit ég bara ekki mitt rjúkandi ráð hvað á að gera .
Gunnar Örn (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 23:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.