Tuskan (Gríman) 2009

Óskað er eftir tilnefningum í eftirfarandi flokka.

 

1.       Gilsabakkari ársins 2008-2009

2.       Gilsbakkari ársins í aukahlutverki (maki) 2008-2009

3.       Afreksmaður/kona ársins 2008-2009

4.       Flopp ársins 2008-2009

5.       Þolinmóður ársins 2008-2009

6.       Kraftaverk ársins 2008-2009

7.       Mynd ársins 2008-2009

Tilnefningar skal senda á gilsbakkarar@gmail.com fyrir 1 ágúst 2009, og verða þær að innihalda tillögu og útskýringar.

t.d  1. Gilsbakkari ársins  = Páll Pálsson, Af því að hann er svo skemmtilegur og það er ekkert Jóhannes eða Jakob í nafninu hans.

Hverjum aðilia er velkomið að senda 2 tillögum um hvern titil, og farið verður með allar tilnefningar sem trúnaðarmál . (NOT)

Verðlaun verða veitt við hátíðlega athöfn á Gilsbakkara ættarmótinu.

Í Tuskuakademíunni eru Kristín Sigríður Skjóldal, Jóhannes Baldur Hlíðdal & Jenny Duch


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

afhverju er ekki hægt að hafa ættarmótið helgina fyrir ?!

Lilja og þau verða á skarði akkurat þessa helgi og það er leiðinlegt !

Ingibjörg (IP-tala skráð) 19.6.2009 kl. 18:51

2 identicon

Hæ hæ Ingibjörg!

Það var ákveðið fyrir mörgum árum að hafa ættarmótið alltaf helgina eftir verslunarmannahelgina til að sem flestir gætu mætt. Þá er það þannig að með góðum fyrirvara (heilu ári) þá vita allir hvenær ættarmótið er og geta skipulagt sig og sín ferðalög með það í huga. Þá er það líka þannig að allir eiga að geta mætt. En auðvitað kemur stundum eitthvað uppá og ekki allir sem mæta - sem er náttúrulega ekki sérlega skemmtilegt. En með allan þennan fjölda af fólki þá er afar erfitt að finna helgi sem allir komast. Ef það yrði fært núna - þá kæmust ábyggilega enn færri!! Við verðum bara að vona að á næsta ári geti allir mætt

Kveðja

Ása.......afskiptasama frænka þín

Ása (IP-tala skráð) 19.6.2009 kl. 22:17

3 identicon

Gilsbakkarar, upp með húmorinn!  Fleiri hugmyndir!!!!  Hvernig væri að menn læsu a.m.k. eina skrítlu eða gamansögu á ættarmótinu, þeir sem vildu?  Vilja menn hafa leikrit?  Hverjir eru annars í skemmtinefnd?????? Svarið nú  og komið með tillögur, hvað er ómissandi á Gilsbakkaramótinu????

hraunkotskerlingin (IP-tala skráð) 21.6.2009 kl. 15:03

4 identicon

Takk Ingibjörg fyrir að vilja hafa okkur á ættarmótinu.

Það er bara þannig að stundum þarf að fórna einhverju, við áttum að eiga

síðustu helgina í júní á Skarði en Jói bróðir Skafta verður fimmtugur og ætlar að halda upp á afmælið sitt þar og bað okkur um að skipta. Svona er þetta bara, en það verður

ættarmót aftur en maður verður bara fimmtugur einu sinni á ævinni.Við kíkjum samt örugglega eitthvað kannski með eina gamansögu,hver veit :-)

Með kveðju Kristbjörg

Kristbjörg Lilja (IP-tala skráð) 21.6.2009 kl. 23:40

5 identicon

Hraunkotskerlingin (eða elskuleg mágkona mín)

Ómissandi á Gilsbakkaramóti mundi ég fyrst og fremst segja að þú ættir að vera þar með þinn skemmtipakka og stórfjölskyldu svo auðvitað allir hinir ættingjarnir líka svo væri ekki verra að hafa mjög gott veður,nóg að borða og drekka, söng og gleði eins og okkur er einum lægið og ég var næstum búin að gleyma því," GÓÐA SKAPIÐ". Bráðnauðsynlegt að hafa það alltaf við höndina ásamt gleði og þakklæti í hjarta. Ég er afar þakklát fyrir að eiga svona stóra og frábæra fjölskyldu, það er ekki sjálfgefið. :-)

Með bestu kveðju Kristbjörg

Kristbjörg Lilja (IP-tala skráð) 22.6.2009 kl. 14:16

6 identicon

Þú þarna Hraunkotsfrenja!

Farðu nú að hætta að troðast að með þín heimatilbúnu lélegu og fúlu skemmtiatriði - það hefur ENGINN gaman af þeim. Leyfðu okkur hinum að komast að á mótinu.

Húsmóður í veturbænum

Húsmóðir í vesturbænum (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 16:13

7 identicon

Kæra húsmóðir !  Þetta eru orð að sönnu, ég mun því reyna að vera ekki að troðast með mín lélegu skemmtiatriði og trufla samkomuna með þeim.  Hlakka því til að slappa af á þessu móti og horfa og hlusta á ykkar  skemmtiatriði.  Sannleikanum er hver sárreiðastur kveðja Fúla-Hraunkotskerlingin, sem dregur sig hér með í hlé!

Hraunkotsfrenjan svokallaða (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 16:46

8 identicon

Þessi svokallaða "Húsmóðir í vesturbænum" fær tilnefninguna FLOPP ÁRSINS 2008-2009 hjá mér fyrir athugasemd sína hér að ofan.

Í leiðinni minni ég Gilsbakkara á að senda tilnefningar á gilsbakkarar@gmail.com, það þarf ekki að tilnefna í öll sæti.

Jóhannes Baldur (IP-tala skráð) 24.6.2009 kl. 09:15

9 identicon

Kæri tengdasonur, takk fyrir stuðninginn,  Gott að það er a.m.k. einn sem stendur með gamalli konu!

Hraunkots.....svokallaða (IP-tala skráð) 24.6.2009 kl. 14:24

10 identicon

Kæra Lilla, þú átt allan okkar stuðning og þú veist það.En gaman væri að vita hvort þessi húsmóðir í vesturbænum hafi nafn. :-)

Kristbjörg Lilja (IP-tala skráð) 24.6.2009 kl. 20:32

11 identicon

Þá geri ég ekkert með það sem húsmóðir í vesturbænum skrifar, en held mínu striki og reyni að koma kvörnunum í hausnum í gang.  Þið púið þá bara og hendið eggjum og tómötum til að stoppa mig ef ykkur sýnist svol  En mikið væri gott ef þið nefnduð eitthvað annað en veðrið og góða skapið, því ég get ekki stjórnað því þó ég sé mjög ráðrík og afskiptasöm.   Ég veit það verður sungið og Tusku-verðlaunin veitt.  Og hvað VILJIÐ þið hafa meira.........ÞAÐ ERU MARGIR SEM LESA ÞETTA OG  EG BIÐ YKKUR ENDILEGA EF ÞIÐ HAFIÐ MINNSTA ÁHUGA  AÐ KOMA MEÐ HUGMYNDIR.  HAFIÐ ÞIÐ HAFT GAMAN AÐ EINHVERJU SEM VERIÐ HEFUR Á ÆTTARMÓTI??????????

hraunkotskerlingin (IP-tala skráð) 25.6.2009 kl. 11:33

12 identicon

Er ekki bara rétt að "Húsmóðirinn úr vesturbænum", sjái bara um dagskránna og skemmtununa .. þar sem að þetta er svo lélegt.

Eða verður hún kannski stödd í Noregi ?

Jóhannes Baldur (IP-tala skráð) 25.6.2009 kl. 13:40

13 identicon

Mamma - Láttu ekki þessa kellingu í vesturbænum (er að vísu ekki í vesturbænum skv. IP tölunni á tölvunni hennar ) trufla undirbúningin. Þar sem það eru engar líkur á að þessi kelling mæti á ættarmótið.

Mbk. Gunni

Gunnar Örn (IP-tala skráð) 25.6.2009 kl. 13:45

14 identicon

Spurningakeppni milli karlkyns Gilsbakkara og kvenkyns gæti vakið lukku.. Eða einhversskonar íþróttamót milli kynslóða/ekta_gilsbakkara vs. maka gilsbakkara eða eitthvað slíkt..

 Kv. Guðrún

Guðrún Helga (IP-tala skráð) 25.6.2009 kl. 22:39

15 identicon

Gott hjá þér Guðrún Helga og innilegar hamingjuóskir með áfangann um daginn! Værir þú ekki til í að útbúa spurningar?

hraunkotskerlingin (IP-tala skráð) 26.6.2009 kl. 16:13

16 identicon

Líst vel á að fá Guðrúnu Helgu í að búa til spurningar !

Gunnar Örn (IP-tala skráð) 26.6.2009 kl. 21:04

17 identicon

Voðalega er þetta lélegt af þér mamma að biðja um hugmyndir og þegar Guðrún kemur með eina góða - þá á hún að redda því sjálf......en þetta er samt sniðugt hjá þér 

Ég mæli með að hver fjölskylda komi með 1-2 brandra.

Mæli með að systkinin æfi nú einhvern brag og syngi fyrir okkur hin - það var svo gaman að hlusta og horfa á þau þegar þau sungu fyrir Lilla. - viss um að amma fílar það vel.

Er ekki að komast á hefð með þessi leikrit! Er ekki eitthvað í pokahorninu?

Eins var gaman í fyrra að sjá Jóa hlaupa um á nærbuxunum - hann gæti tekið það skrefinu lengra þetta árið (gott ég verð kanski í noregi )

kv. Ása

Ása (IP-tala skráð) 26.6.2009 kl. 21:47

18 identicon

Þú minntist á leikrit og í fyrra fullyrti ég að nú værum við búin að "leika" öll þessi frægustu ævintýri. Rauðhettu, Mjallhvít og Öskubusku og sum í allskonar útgáfum.  En Maggi minnti mig á að við hefðum aldrei verið með Þyrnirós. Eigum við að vera núna með Þyrnirós og menn senda allskonar setningar inn á ´gilsbakkara@gmail.com og svo má sjóða eitthvað saman, ekki kannske svona marga leikara einsog í fyrra og hafa það aðeins styttra?????????  Hvernig lýst ykkur á????????

Hraunkotskerlingin (IP-tala skráð) 28.6.2009 kl. 18:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband