Afmælishátíð 10 ára afmæli ættarmóta Gilsbakkaranna!

Einhverju sinni í "gamla daga", var útilega á  Hrauninu.  Hún var freka fámenn, en góðmenn.  Næstu árin var oft talað um að halda alvöru mót á  Hrauninu og nú í ár verður það 10.mótið!

1.   25.-27. ágúst 2000 mættir 32.    2.   27.-29.júlí  2001 mættir 39. 

3.  19.-21.júlí 2002  mættir 32.         4.    25.-27.júlí 2003 mættir 41.

5.   6.-8. ágúst 2004 mættir 42.        6.    5.-7.ágúst 2005 mættir 36.

7.  11.-13. ágúst 2006 mættir 33.     8.  12.-14. ágúst 2007 mættir 40.

9. 8.-10.ágúst 2008 mættir 40.        10. 7.-9. ágúst 2009 MÆTI SEM FLESTIR!!!!!!!!!

                   SJÁUMST HRESS Á HRAUNINU!

                          


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eigum við ekki að reyna að reikna út hvað margir mæta:

4+ frá Hvammstanga

Gunnar Örn (IP-tala skráð) 22.6.2009 kl. 17:32

2 identicon

2 stykki gamalmenni úr Oddagatinu!

hraunkotskerlingin (IP-tala skráð) 22.6.2009 kl. 18:34

3 identicon

5 frá Arnarhreiðrinu

Arnarhreiðrið (IP-tala skráð) 22.6.2009 kl. 21:28

4 identicon

Hér gengur húsbóndinn með þann draum í maganum að vera í Noregi á þessum merku tímamótum Gilbakkaranna - frúin og sonurinn eiga helst að fylgja honum - en Yrja má alveg fara norður okkar vegna - það væri þá alla vega ein tík héðan á mótinu  

..........þetta skýrist á næstu dögum - erum að skoða verð, gengi og bankabækur!

kv. Gíslabalagengið

Ása (IP-tala skráð) 22.6.2009 kl. 23:33

5 identicon

Ása Jakobsdóttir og fjölsk - Gíslabala

Efni: Umsókn um leyfi til Noregsferðar. BEIÐNI HAFNAÐ þar sem þú átt að vera á ættarmóti og ekki vera að eyða gjaldeyri í einhverja vitleysu.

Utanlandsferðanefnd Ríkissins

Utanlandferðanefnd Ríkissins (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 08:22

6 identicon

Hvað er nú þetta Ása mín.

Var ég ekki að lesa pistil frá þér um að allir ættu að geta skipulagt sín ferðalög með árs fyrirvara og allir gætu þá mætt á ættarmót. Á þetta bara við suma, ha ha ha ha.En annars hvað ætlar Gísli að gera í Noregi?

Með kveðju Kristbjörg

Kristbjörg Lilja (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 16:20

7 identicon

Jú, jú kæra frænka - þú varst einmitt að lesa það -  og veistu hvað ég er mikið búin að reyna að fá frænku Gísla, tilvonandi manninn hennar og prestinn til að breyta dagsetningunni??  Þeim er ekki haggað, brúðkaupið skal fara fram ættarmótshelgina!!  ......þessir norðmenn! ......reyndar var Ásbjörg vinkona og Hreiðar ekkert betri hér um árið, giftu sig líka ættarmótshelgi 

Það lítur út fyrir að það séu helst veisluhöld sem hafi áhrif á mætingar okkar!!!

Við erum ekki enn búin að kaupa miðann - einsog þú sást kanski þá höfum við ekki enn fararleyfi!

Kveðja Ása

Ása (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 17:02

8 identicon

Hehh..  

Jói Baldur (IP-tala skráð) 24.6.2009 kl. 09:18

9 identicon

Jæja Ása mín þið eruð þá löglega afsökuð í þetta skiptið. :-)

Kveðja Kristbjörg

Kristbjörg Lilja (IP-tala skráð) 24.6.2009 kl. 20:25

10 identicon

Það er áréttað enn og aftur að fröken Ása Jakobsdóttir og Gísbalafjölskyldan hafa enn ekki fengið ferðaleyfi Utanlandsferðanefndar Ríkissins til Noregs, þar sem þau eiga að vera á ættamóti helgina 8-10.ágúst n.k.

Utanlandsferðanefnd Ríkissins

Utanlandsferðanefnd Ríkissins (IP-tala skráð) 24.6.2009 kl. 22:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband