Gestabók á Möðrufelli
3.8.2009 | 00:50
Jakob og Daniel berir að ofan á toppnum
Ágætu Gilsbakkara í gær 2.ágúst lögðum við frændur Jói, Daniel, Jakob og Gunnar Örn land undir fót og gengum á Mörðufell í svarta þoku og hressilegri súld. Þó skyggnið væri lítið náðum við að afreka einu í ferðinni og það var að koma gestabók fyrir á toppinum á Möðrufelli, einnig er þar að finna neftóbakspontu í eigu Jakob Jóhannessonar sem var gerð upptæk í ferðinni er þeir frændur Daniel og Jakob voru farnir að taka einum of oft í nefið á leiðinni upp. Það er því upplagt að leggja land undir fót og ganga upp og staðfesta komuna með því að skrifa í gestabókin og fá sér jafnvel í nefið í leiðinni. Mælum frekar með þvi að farið sé í betra skyggni en var í dag til að geta notið ferðarinnar.
Myndir úr ferðinni er að finna á linkunum hér að neðan:
Gunnar Örn myndir http://hvammstangi.123.is/album/default.aspx?aid=154935
Jói myndir http://joijaki.123.is/album/default.aspx?aid=154900
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 00:57 | Facebook
Athugasemdir
Það er gaman að skoða myndirnar og lika gott að þið gáfuð mér hugmynd að jólagjöfum. Þið fáið tóbaksklúta að gjöf á næstu jólum!!!!!!
hraunkotskerlingin (IP-tala skráð) 3.8.2009 kl. 13:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.