Tíunda ættarmótinu lokið
9.8.2009 | 21:11
Ættarmótinu er nú lokið og Gilsbakkarar eru farnir heim á leið eftir hinum ýmsu þjóðvegum Íslands. Í gær bauð Jakob Hraunkotsbóndi allri ættinni í grautarhlaðborð í hádeginu sem hlaðið var hinu ýmsa meðlæti og eru honum færðar hinar bestu þakkir fyrir þetta fína hlaðborð. Hápunktur ættarmótssins var í gærkvöld eftir að Gilsbakkararnir höfðu belgt sig út af dýrindis veitingum. Þá tóku við hin ýmsu atriði og fyrstur steig á svið Baldur Örn Jóhannesson sem fór með gamanmál og söng svo fyrir allt liðið í lokin. Þar á eftir var komið að var komið að úrslitum botnakeppninni en á laugadeginum hafði öllum verið boðið að botna fyrriparta og kom þá í ljós hve gríðarlega Gilsbakkararir eru hagmæltir. Einnig var TUSKUAKADEMIAN með verðlaunaafhendingu sína þar sem veitt voru verðlaun fyrir hinar ýmsu dygðir, m.a. þolinmóður árssins, flopp árssins o.fl. En það var ættmóðirin á Gilsbakka sem var valin Gilsbakkari árssins. Af því loknu var komið að fegurðarsamkeppninni ICE-SAVE en þar kepptu Miss Hvammstangi, Miss Skagafjörður, Miss Akureyri, Miss Vaðlaheiði, Miss Saurbæjarhreppur og Miss Fnjóskadalur. Eftir harða keppni þar sem m.a. einn keppandin varð uppvís að því að reyna slá ryki í augu dómarana með daðri var það svo Miss Akureyri sem valin var Miss ICE-SAVE. Eru þeim Lillu og Ásu færðar hinar bestu þakkir fyrir frábæra frammistöðu í skemmtiatriðunum. Ungviðið grillaði svo sykurpúða meðan hinir eldri ryfjuðu upp gamla sögur o.fl að skemmtiatriðunum loknum.
Á sunnudeginum var allir komnir snemma á fætur að frátöldum nokkrum eðlilegum frávikum og nutu allir veðurblíðunar á Hrauninu áður en farið var að pakka niður og huga að heimferð. Ekki hafa borist neinar fréttir af óhöppum á heimleiðinni svo allir virðast hafa náð heim til sín heilu og höldnu.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt 10.8.2009 kl. 08:11 | Facebook
Athugasemdir
Heilir og sælir Gilsbakkarar.
Takk fyrir síðast og frábæra helgi. Er strax farin að hlakka til næsta móts.
Sjáumst
Gilsbakkarinn fyrir austan (IP-tala skráð) 10.8.2009 kl. 09:26
Hæ allir kæru ættingjar stórir og smáir. Takk fyrir síðast og meiriháttar skemmtun, en ekki vill svo til að einhver hafi séð gleraugun mín. Hélt að þau væru í töskunni en svo er ekki. Þau eru í rauðri umgjörð,þetta er asskoti bagalegt því handleggurinn dugar ekki lengur. En hafið það gott áfram til næsta ættarmóts. Kv Sigga
Gilsbakkararnir, 10.8.2009 kl. 14:27
Hraunkotshjúin komu sér heim í dag, þar sem bóndinn var kallaður í vinnu. Ég þakka innilega öllum þessum frábæru Gilsbökkurum fyrir samveruna sem var einstaklega skemmtileg. Takk kærlega fyrir mig kveðja til ykkar allra Hraunkotskerlingin. p.s. Varð ekki vör við gleraugun þín Sigga mín, þú verður líklega að kaupa framlengingu á handleggina!
hraunkotskerlingin (IP-tala skráð) 10.8.2009 kl. 18:31
Hæ Sigga sá síðast glerauggun þín er þú settir þau á einhvern víssan stað í fellihísinu ykkar Magga. Með hveðju og hlakka til á næsta mót og vona að það komi fleiri með mér en núna. Jóhannes
Jóhannes Jakobsson (IP-tala skráð) 10.8.2009 kl. 23:26
Hæ, góðu ættmenni og takk fyrir gott ættarmót,verðum vonandi meira með á næsta móti.Lillu og Ásu vil ég sérstaklega þakka fyrir frábær skemmtiatriði enda höfðu þær úrvals leikara sér til aðstoðar,við vorum allavega heppin að þeir væru bara á hrauninu en ekki á Gay pride hátíðinni. Sirún og Víðir, takk kærlega fyrir góðar kökur og koniak.
Bestu kveðjur Kristbjörg
kristbjörg Lilja (IP-tala skráð) 12.8.2009 kl. 23:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.