Tapaður stóll

stóll 

Ágætu ættingjar svo er mál með vexti að við hér á Lækjargötunni töpuðum þessum ágæta stól eftir ættarmótið s.l. helgi og er hans sárt saknað. Þar sem hann hefur þjónað rössum okkur með prýði í allmörg ár. Ef einhver hefur séð stólinn eða veit hvar hann er niðurkomin þætti okkur vænt um að fá að heyra um það. Með kveðju frá Hvammstanga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hefur ekki einhver aðdáandi stolið honum, stóllinn hefur vermt svo vel vaxinn rass!!!

Ása (IP-tala skráð) 12.8.2009 kl. 23:55

2 identicon

Hann var ekki sjáanlegur á túninu þegar allir voru farnir

hraunkotskerlingin (IP-tala skráð) 13.8.2009 kl. 11:32

3 identicon

Komið hefur í ljós að það eru ekki bara gleraugun hennar Siggu og stóllnn úr Lækjargötunni, heldur eru gleraugun hans Jakobs og svartur stakkur sem hann á, týnd og tröllum gefin! 

ps. Það er spurning hvort allir hafi skilað sér til síns heima?

Hraunkotshjúin Jakob og Lilla (IP-tala skráð) 13.8.2009 kl. 18:02

4 identicon

Auglýsi hér með eftir honum Gísla mínum - sá hann síðast sitjandi niður á túni á röndóttum tjaldstól, hann var klæddur svörtum jakka með rauð gleraugu!! .....spurning að setja upp Tapað/fundið tjald fyrir næsta mót?

Ása (IP-tala skráð) 13.8.2009 kl. 20:31

5 identicon

Ása mín þú skalt ekki leita langt skammt því ég hef það eftir áreiðanlegum heimildum frá Selfossi að hann Gísli þinn hafi sést í dag fyrir utan Reykjabyggð tvö í Mosfellsbæ með pensil í hendi við málningarstörf, en ef hann er enn með röndótta tjaldstólinn minn þá máttu gjarnan láta vita.

Gunnar Örn (IP-tala skráð) 13.8.2009 kl. 22:01

6 identicon

Hæ Gunnar Örn,hef lúmskan grun að ungfrú Fnjóskadalur hafi gripið stólinn þinn með sér heim um kvöldið.Stóllinn er því staddur á Skarði núna og fer suður á morgun,viltu að Skafti komi við eða er nóg að þið fáið hann þegar göngurnar verða fyrir norðan?

Bestu kveðjur og afsakaðu þessi mistök

Kristbjörg

Kristbjörg Lilja (IP-tala skráð) 13.8.2009 kl. 23:34

7 identicon

Hæ Kristbjörg - Það er nú fínt að hann (röndótti tjaldstóllinn) er  kominn í leitirnar, en það er ekki fyrirséð nein notkun á stólnum það sem eftir lifir árssins. Svo við skulum ekki stressa okkur yfir þessu. En þið eruð samt alltaf velkomin í heimsókn á Hvammstnga ef þið eigið leið um.

Mbk. Gunnar Örn

Gunnar Örn (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 07:59

8 identicon

Hvernig gleraugu var ungfrú Fnjóskadalur með???????????

hraunkotskerlingin (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 13:13

9 identicon

Mig minnir að ungfrú Fnjóskadalur hafi verið gleraugnalaus þegar heim var komið,en ég skal hafa augun hjá mér ef ég fyndi þau.En röndótti stóllinn verður í góðri umsjón, því ef ég þekki mitt fólk þá verður brunað beint heim ef þess er kostur.

Bestu kveðjur Kristbjörg

Kristbjörg Lilja (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 14:03

10 identicon

Ása ertu búin að finna Gísla ??? Þetta er allt að koma í leitirnar nema að þau systkynin Sigríður og Jakob virðast ekki vera búin að finna gleraugun sín. Vonandi háir það þeim ekki mikið.

Mbk. GÖJ

Gunnar Örn (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 21:14

11 identicon

Sigga og pabbi þurfa væntanlega að fá sér ný gleraugu en ég fann Gísla minn hér heima við þannig að það verður ekki endurnýjun á honum ......enda engin ástæða til. 

Ása (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 23:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband