Döðlukonfekt
26.9.2009 | 13:14
Ég sakna þess svo svakalega að við séum hætt að senda inn uppskriftir. Eigum við ekki að endurvekja það? Senda inn það sem virkilega er að hitta í mark hjá okkar fólki. Við erum náttúrulega með sömu "ættarbragðlaukana"....og alin upp á grjónagraut og slátri þannig að við hljótum að vera að "fýla" sömu uppskriftir
Þetta konfekt klikkar ekki - hvort sem er kósýkvöld, saumaklúbbur, veisla eða jól.
360 gr. döðlur (frá Hagver)
240 gr. Smör (ekkert kreppu-líki!)
120 gr. dökkur púðursykur
Saxa döðlurnar smátt eða setja í matvinnsluvél. Setja þær svo í pott með smjörinu og púðrusykrinum og allt brætt saman á ekkert of háum hita.
3 bollar Rice Crispies settir útí pottinn og blandað vel saman.
Allt sett í álform (t.d. skúffukökumót) c.a. 30x30 cm. Þjappað vel í mótið og látið kólna.
300 gr. suðusúkkulaði - Síríus best.....og e.t.v. smá rjómasúkkulaði með ;) -brætt í vatnsbaði og hellt yfir. Kælt og svo er konfektið skorið í c.a. 2,5x2,5 cm. teninga - Gott að taka konfektið út úr ísskápnum aðeins áður en það er borðað.
Mæli svo með að litla systir mín fari að senda inn eitthvað af þessum sterku réttum sínum!!!
Kveðja Ása
Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Athugasemdir
Þetta ætla ég sko að prófa, gæti verið gott að eiga með kaffinu ef koma gestir, ef svo "ólíklega " vill til að ég verð ekki búin að borða það sjálf !!!
sætindasjúka Hraunkotskerlingin (IP-tala skráð) 26.9.2009 kl. 14:20
Gott að þetta gladdi þitt litla hjarta mamma mín - þetta konfekt klikkar ekki meira að segja þeir sem að öllu jöfnu borða ekki döðlur borða þetta.
Ása (IP-tala skráð) 27.9.2009 kl. 20:20
Eftir sláturgerð í dag, bjó ég til þetta eðal nammi og mæli hiklaust með því. Örugglega gott með kaffi og fleiru!
hraunkotskerlingin (IP-tala skráð) 27.9.2009 kl. 21:30
ummmmmm þetta hljómar vel - kíkti ekki á bloggið eftir sláturgerðina hjá mér en þetta prófa ég örugglega- kveðja að austan
Sigrún (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 11:12
Þetta hljómar vel,ætla að prófa þessa girnilegu uppskrift og vita hvort hún geti uppfyllt nammiþörfina á heimilinu, sem er mjög mikil þessa dagana.
Bestu kveðjur
kristbjörg Lilja (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 20:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.