Ættarmót Gilsbakkara 2012

Senn líður að ættarmóti (2 dagar) og mun undirbúningur fyrir það hefjast eftir komandi helgi og er það von mótsnefndar að undirbúningurinn skili enn einu góðu ættarmótinu.

Dagskrá mun liggja fyrir í anddyri samkomuhússins, sem er opið á mánudögum og þriðjudögum frá 11:00 til 13:00.

Tengiliður  Gilsbakkara í Noregi hefur fengið yr.no til að spá góðu veðri á meðan að ættarmótið stendur og má sjá veðurspánna hér að neðan, eins og hún lítur út þegar þessi pistill er skrifaður.

 Gilsbakki_vedur_2012

Nánari veðurspá má sjá með því að smella hér 

 Arna er nýbúin að taka upp grænmeti út matjurtagarðinum ef einhver vill ferskt brakandi grænmeti.

Heyrst hefur að Gilsbakkarar ætli að leggja (ódýrar) gjafir í púkk fyrir bingóið, gott er að þeir skili þeim til mótttstjórnar innpökkuðum! 

 

Sjáumst á hrauninu! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég kem með alla mína kalla stóra sem litla   ég kem með ferskt salat, ekki grænmeti, ég á nóg handa öllum svo hver og ein getur fengið hjá mér og  búið til sitt eigið salat með því sem fólk þykir best.  En mikið hlakka ég til að hitta ykkur öll   

Arna (IP-tala skráð) 8.8.2012 kl. 17:19

2 identicon

Hæ Hvað á að reikna með mörgum eiga allir að fá bingo???? er svo ekki farin að koma smá fílingur í fólkið??? er að dusta rykið af útilegugræjunum sem hafa ekki verið hreyfðar síðan á síðasta móti, spáin lítur vel út fyrir helgina??

Sigga (IP-tala skráð) 8.8.2012 kl. 17:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband