Frá Jóa ritstjóra.
28.8.2008 | 17:19
Botnakeppnin
24.8.2008 | 22:03
Við í skemmtinefndinni viljum þakka góða þátttöku í botnakeppninni. Við vonum að allir botnarnir hafi skilað sér - endilega setjið inn athugasemdir ef einhverjar eru. Svo vil ég benda þeim höfundi sem skrifaði undir dulnefninu "Jóhannes" að senda mér eða ritstjóra þessarar síðu sína botna því að mér er það lífsins ómögulegt að ráða í skrift þessa höfundar.
f.h. skemmtinefndar
Á. J.
Uppí´sveit býr bóndi einn
besta skinn atarna
Alltaf er hann hreinn og beinn
höfðinginn sá arna
Bóndinn fæddist "fourty eight"
á frekar slökum fótum
Fráneygður láðið leit
léttur á mannamótum
Ólst þar upp með kú og kind
og kannast ögn við hesta
Hleypur einsog hamlaus hind
hamhleypa hin mesta
GORMUR
Uppí´sveit býr bóndi einn
besta skinn atarna
Ekki þekkir hann neinn
skinnið atarna
Ólst þar upp með kú og kind
og kannast ögn við hesta
En það besta
það þótti honum að éta hesta
GIXERIS
Uppí´sveit býr bóndi einn
besta skinn atarna
Léttur einsog yngissveinn
öðlingurinn þarna.
Bóndinn fæddist "fourty eight"
á frekar slökum fótum
Sveitina sína augum leit
og skaut þar fljótt rótum.
Ólst þar upp með kú og kind
og kannast ögn við hesta
Sækir vatn í ferska lind
rólegur yfir fjölda gesta.
LITLA GEIT
Uppí´sveit býr bóndi einn
besta skinn atarna
Áður fyrr á fætur seinn
ei var það til skaða
Bóndinn fæddist "fourty eight"
á frekar slökum fótum
Fjörðinn fagra augum leit
á bakkanum skaut rótum.
Ólst þar upp með kú og kind
og kannast ögn við hesta
En það væri engin synd
ef ætti hann þá flesta
STRÚNA
Uppí´sveit býr bóndi einn
besta skinn atarna
Kallinn er hreinn og beinn
slappar af á milli tarna
Bóndinn fæddist "fourty eight"
á frekar slökum fótum
Drekkur bjór og borðar "after eight"
Ekki á leið á bætur
Ólst þar upp með kú og kind
og kannast ögn við hesta
verst þegar hann leysir vind
en án annara bresta
HANDSOME
Uppí´sveit býr bóndi einn
besta skinn atarna
Sinnir sínum, ekki seinn
snöggur þeim til varna
Bóndinn fæddist "fourty eight"
á frekar slökum fótum
Skakklappast um sína sveit,
og sinnir sínum rótum.
Ólst þar upp með kú og kind
og kannast ögn við hesta
Svínaríi og annari synd
hann hafnar, og leitar að því besta
"ÓHEILLAKRÁKA"
Bóndinn fæddist "fourty eight"
á frekar slökum fótum
Tíkin gamla á túnið skeit
svo njólinn skaut þar rótum
/
Sómamaður í sinni sveit
í sveitinni skaut hann rótum.
Ólst þar upp með kú og kind
og kannast ögn við hesta
það er ekki nokkur mynd
á mikilli örtröð gesta
KERLINGIN Á HRAUNINU
Uppí´sveit býr bóndi einn
besta skinn atarna
Það er ekki þarna
í kotið vísað
Bóndinn fæddist "fourty eight"
á frekar slökum fótum
en spentist upp
og hljóp á tveim jafnfljótum
Ólst þar upp með kú og kind
og kannast ögn við hesta
er enn að bagsa við bú
og reynir sitt besta
Á TALI
Bóndinn fæddist "fourty eight"
á frekar slökum fótum
Hann er einsog gigtveik geit
af gömlum stofni ljótum
GRETTIR
Uppí´sveit býr bóndi einn
besta skinn atarna
Þessi góði og mæti sveinn
mun ávallt búa þarna
Bóndinn fæddist "fourty eight"
á frekar slökum fótum
ein er táin stór og feit
á hægri fæti ljótum
Ólst þar upp með kú og kind
og kannast ögn við hesta
hefur aldrei eignast hind
en við vonum það besta
"ÁSI Í BÆ"
Göngur 2008.
22.8.2008 | 06:25
Hæ vildi bara minna á að göngur og réttir verða 6 september hjá Lilla og Góa. Var næstum búinn að gleyma Góa en mundi það svo ég vona að hann móðgist ekki þá að ég hafi nefnt hann á eftir Lilla en Bless í bili og hafið það sem allra best.
Kveðja Jói ritstjóri.
Botnakeppni "bakkara"
22.8.2008 | 00:08
Heil og sæl öll!
Ég fékk þá "skipun" frá kerlingunni á Hrauninu að setja inn alla fínu botnana sem við gerðum á síðasta móti. Ég ætla að setja þá inn um leið og ég hef haft samband við - og fengið leyfi frá þeim sem samdi fyrripartana. Ég mun þá líklega nota skáldanöfn okkar en ekki rétt nöfn þar sem ég þekki bara skrift þeirra sem senda mér jólakort
Ég vil þakka Jóa ritstjóra og Jóa ritstjóra fyrir þetta merkilega framlag og vona að sem flestir nýti sér það til að "vera í bandi"
Kveðja
Ása
Brandarar af ættarmóti
20.8.2008 | 15:35
Stoltur faðir var að kynna son sinn fyrir vinnufélögum sínum. Og hvað ertu svo gamall vinur spurði einn vinnufélaganna. Þegar ég er heima þá er ég 7 ára en þegar ég fer í strætó þá er ég fimm ára.
----
Sp:Hvers vegna mála fílar eistun á sér rauð?
Sv: Svo þeir geti falið sig í eplatrjánum.
Sp:Hvernig dó Tarzan?
Sv: Hann var að tína epli.
----
Sp: Hvers vegna veiddi Nói bara 2 fiska á meðan hann var í örkinni
Sv: Hann var bara með tvo ánamaðka.
----
Sp:Af hverju prumpa karlmenn frekar en konur?
Sv:Konur geta ekki þagað nógu lengi til að byggja upp nægilegan þrýsting.
----
Inn á skrifstofu prests kemur maður, sem hann mundi eftir að hafa gift nokkrum mánuðum fyrr. Presturinn spyr hann hvaða erindi hann eigi. Ágæti prestur, trúir þú að menn eigi að græða á mistökum annara. Svo sannarlega ekki, svarar presturinn. Það er frábært að heyra, þá ertu væntanlega tilbúinn að endurgreiða mér 10 þúsund kallinn, sem ég borgaði þér fyrir giftinguna
----
Doddi: Við fáum ömmu og afa í kvöldmatinn.
Baldur Örn: En hvað þið eruð heppin, við fáum bara saltfisk.
----
Besta leiðin til að muna alltaf eftir afmælisdegi konunnar; er að gleyma honum einu sinn
----
"Heyrðu Benni, þú ættir að draga gardínurnar fyrir þegar þú og konan eruð að kela á kvöldin, ég sá til ykkar í gærkvöldi." "Ha ha ha, ég var ekki einu sinni heima i gærkvöldi."
----
Miðaldra kona kom inn í kvenfataverslun. Hún ætlaði að fá brjóstahaldara. Afgreiðslustúlkan spurði hvaða gerð það ætti að vera: "hjálpræðisherinn", "einræðisherrann" eða "blaðamaðurinn"? En konan skildi ekkert og spurði hver munurinn væri á þessum gerðum. Jú, sagði afgreiðslustúlkan, "hjálpræðisherinn" lyftir þeim föllnu, "einræðisherrann" sankar að sér eins miklu og hann getur og "blaðamaðurinn" gerir úlfalda úr mýflugu.
----
Jóhann forstjóri kom afskaplega þreyttur heim og sagði við konuna að hann hafi aldrei áður orðið eins þreyttur í vinnunni. Konan vildi vita hvað Jóhann hefði gert sem reyndi svona á hann. Jóhann svaraði: Tölvan bilaði og ég þurfti að hugsa sjálfur.
----
Nonni litli opnaði dyrnar að hjónaherberginu og sá að pabbi lá á bakinu og mamma hossaði sér uppi á honum. Um leið og mamma kom auga á Nonna hætti hún, klæddi sig og fór fram. Þegar Nonni sá hana spurði hann Hvað voruð þið pabbi eiginlega að gera?
Mamman alveg vandræðaleg og ekki tilbúinn að útskýra þetta fyrir Nonna. Já, segir hún, Þú veist hvað hann pabbi þinn hefur stóran maga og ég þarf stundum að hjálpa honum við að fletja hann niður!
Það er algjör tímasóun hjá þér, sagði Nonni litli, alltaf þegar þú ferð í Kringluna á fimmtudögum þá kemur konan í næsta húsi, fer niður á hnén og blæs pabba upp aftur!
----
Það var á 50 ára brúðkaupsafmælinu, gömlu hjónin ákveða að endurlífga ástina og njóta ásta eins og í gamla daga. Því miður gekk þetta ekki sem skildi, en kallinn dó ekki ráðalaus. Hann batt því reglustiku um liminn og skellti inn. Þá heyrist annar eggjastokkurinn segja við hinn: Ýmislegt hefur á daga mína drifið, en aldrei hafa þeir áður komið á líkbörum.
----
Siggi, pabbi vinar míns, sá sumarbústað auglýstan til sölu og sá sem veitti upplýsingar í síma sagði að þetta væri ágætis bústaður. Málið vandaðist hins vegar þegar Siggi spurði hvort það væri verönd við bústaðinn.
-Verönd, hvað er það?
Það er svona pallur þar sem maður getur setið úti og borðað.
-Nei, það er ekkert svoleiðis.
En salernisaðstaða?
-Það er fínasti kamar rétt hjá.
En ekkert klósett inni?
-Nei.
Þá heyrðist húsfreyjan spyrja í bakgrunni hver væri í símanum.
-Æ, þetta er einhver kall að sunnan sem vill éta úti en kúka inni.
----
Hjúkka kemur að lækni þar sem hann stendur ráðlaus fyrir framan pappírstætarann og reynir að troða blöðum inn í hann. Læknirinn grát biður hana um að hjálpa sér, þetta séu mikilvæg skjöl og ritarinn farinn. Hjúkkan var nokkuð upp með sér, setur vélina í gang, setur blöðin á réttan stað. Um leið og þau horfa stolt á vélina, segir læknirinn við hjúkkuna.
-Þetta eru gríðarlega mikilvæg skjöl í frumriti, best að fá 2 aftir af þeim frekar en eitt.
----
Sóknarpresturinn var að heimsækja eitt sóknarbarnið, háaldraða konu. Hann tekur eftir skál fullri af girnilegum hnetum á stofuborðinu.
Mætti ég fá mér nokkrar? spyr hann.
Gjörðu svo vel svarar gamla konan.
Eftir klukkustundarspjall stendur presturinn loks upp til að fara. Hann tekur þá eftir því að hann hefur klárað allar hneturnar úr skálinni!
Ég bið þig forláts á því að hafa klárað allar hneturnar úr skálinni, ég ætlaði bara að fá mér nokkrar, segir bresturinn hálfvandræðalegur.
Æ það er allt í lagi svarar gamla konan. það eina sem ég get gert eftir að ég missti allar tennurnar er að sjúga súkkulaðið utan af þeim.
----
Kona nokkur kemur inn í apótek og biður um arsenik. Hvað ætlarðu að gera við það? spyr apótekarinn.
Ég ætla að eitra fyrir manninum mínum því hann er byrjaður að halda framhjá mér. Ég get ekki selt þér arsenik til þess, segir apótekarinn, jafnvel þó að hann sé farinn að halda framhjá þér. Þá dregur konan upp mynd af manninum sínum í miðjum samförum við konu apótekarans. Ó segir apótekarinn, ég gerði mér ekki grein fyrir því að þú værir með lyfseðil.
----
Mamman er að elda þegar dóttir hennar kemur inn hugsi.
Mamma, hvaðan koma börnin
Móðirin hugsar sig aðeins um og ákveður að dóttirin sé nógu gömul til að heyra sannleikann. Elskan, þegar mamma og pabbi vera ástafngin, giftast þau, kyssast og njóta ásta.
Dóttirin var ekki enn sátt og spyr meira út í kynlífið. Móðirin segir að þá setji maðurinn typpið inn í píkuna og þannig verði börnin til!
Dóttirinn er enn eitt spurningamerki. Móðirin spyr þá hvað sé að. Dóttirin segir þá:En um daginn þegar ég sá pabba stinga typpinu upp í munni í þér, hvað verður þá til?.
Aha segir móðirin, það er þá sem demantarnir og hringarnir verða til!
----
Jóna litla var ekki besti nemandinn í sunnudagaskólanum. Vanalega sofnaði hún, og einu sinni sem oftar þegar hún er sofandi spyr kennarinn hana spurningar: Segðu mér Jóna, hver skapaði heiminn? Þegar hún svarar ekki tekur drengur sem var fyrir aftan hana pinna og stingur í hana. Hún hrópar uppyfir sig: Guð minn góður. Kennarinn er ánægður og Jóna sofnar aftur.
Nokkru síðar spyr kennarinn hana aftur: Hver er bjargvættur okkar. Þegar hún svaraði ekki stakk strákurinn hana aftur með pinnanum. Jesús kristur öskraði þá Jóna. Mjög gott, segir kennarinn og Jóna sofnar enn eina ferðina.
Undir lok tímas spyr kennarinn Jónu þriðju spurningarinnar:Hvað sagði Eva við Adam, þegar hún átti 23 barnið með honum? Þar sem Jóna steinsvaf stakk strákurinn aftur pinnanum í hana. Nú var Jónu nóg boðið sem áttaði sig ekki á spurningunni og hrópaði á strákinn: Ef þú stingur þessum helv.. drasli aftur í mig, þá brýt ég það í tvo hluta og sting því upp í rassinn á þér.
Kennarinn féll í yfirlið!
----
Maður hringir í móðursýkiskasti í sjúkrahúsið, Konan mín er ólétt og hún er komin með hríðir
Er þetta hennar fyrsta barn spyr læknirinn
Nei, fíflið þitt, svarar maðurinn, Þetta er maðurinn hennar.
----
Tveir menn eru í göngu á Skaga þegar þeir hitta fyrir ísbjörn. Annar tekur af sér gönguskóna og setur á sig hlaupaskóna. Vinur hans er hneykslaður, og spyr hann hvort hann viti hvað svona ísbirnir geta hlaupið hratt, hann eigi enga möguleika á að hlaupa í burtu frá honum. Ég veit allt um það, segir hinn, ég þarf bara að hlaupa hraðar en þú.
----
Kona kom með kornabarn til læknis í skoðun."Hann er svolítið of léttur",sagði læknirinn,er hann á pela eða brjósti? Brjósti sagði konan. Láttu mig sjá brjóstin,sagði læknirinn. Hún fór úr að ofan og hann strauk og hnoðaði brjóstin á henni góða stund, og sagði svo:Það er engin mjólk í brjóstunum á þér.
Ég veit,sagði konan,ég er amma hans, en ég er fegin að ég skyldi koma
----
Ef vinnudagurinn hefur verið hræðilegur prófaðu þá þetta:
Farðu í apótek á leiðinni heim og kauptu Johnson & Johnson hitamæli, enga aðra tegund. Þegar þú ert komin/n heim lokaðu þá að þér, dragðu gluggatjöldin fyrir og taktu símann úr sambandi. Farðu í mjög þægileg föt, t.d. íþróttagalla, og leggstu upp í rúmið þitt. Opnaðu pakkann og settu mælinn varlega á náttborðið. Taktu bæklinginn sem fylgir og lestu hann. Þú munt sjá að neðst stendur með litlum stöfum : Allir endaþarmsmælar frá Johnson & Johnson fyrirtækinu eru persónulega prófaðir.
Lokaðu nú augunum og segðu upphátt :
" Eg gleðst af öllu hjarta yfir því að ég vinn ekki á prófanadeildinni hjá Johnson & Johnson fyrirtækinu." Endurtaktu þetta fjórum sinnum.
Hafðu það svo gott og mundu að það er alltaf einhver sem er í verra starfi en þú..
----
Kúreki sem var búktalari kemur gangandi inn í smábæ og sér þar indíána sitjandi á bekk.
Kúreki: Hey, flottur hundur. Er þér sama þó ég tali við hann?
Indíáni: Hundur ekki tala.
Kúreki: Heyrðu hundur, hvernig hefurðu það?
Hundur: Ég hef það fínt !
Indíáni: [Undrunarsvipur]
Kúreki: Er þetta eigandi þinn? [Bendir á indíánann]
Hundur: Jamm.
Kúreki: Hvernig fer hann með þig?
Hundur: Mjög vel. Hann fer með mig út að ganga tvisvar á dag, gefur mér góðan mat og fer með mig niður að vatninu einu sinni í viku og leikur við mig.
Indíáni: [trúir ekki eigin eyrum]
Kúreki: Er þér sama þó ég tali við hestinn þinn?
Indíáni: Hestur ekki tala.
Kúreki: Heyrðu hestur, hvernig hefurðu það?
Hestur: Komdu sæll kúreki.
Indíáni: [Undrunarsvipur]
Kúreki: Er þetta eigandi þinn? [Bendir á indíánann]
Hestur: Jamm.
Kúreki: Hvernig fer hann með þig?
Hestur: Nokkuð vel, þakka þér fyrir. Hann fer reglulega í útreiðartúra, kembir mér oft og lætur mig inn í hlöðu í skjól fyrir náttúruöflunum.
Indíáni: [Gjörsamlega hissa]
Kúreki: Er þér sama þó ég tali við kindina þína.
Indíáni: Nei nei kind ljúga , kind ljúga !!!
----
1. Japanir borða minni fitu og greinast með mikið færri hjartaáföll en Ameríkanar.
2. Mexikanar borða mikið meiri fitu og greinast með færri hjartaáföll en Ameríkanar.
3. Kínverjar drekka minna rauðvín og greinast með mikið færri hjartaáföll en Ameríkanar.
4. Ítalir drekka meira rauðvín og greinast með mikið færri hjartaáföll en Ameríkanar.
5. Þjóðverjar drekka meiri bjór og borða meiri pylsur og fitu og greinast með mikið færri hjartaáföll en Ameríkanar.
NIÐURSTAÐA:
Etið og drekkið eins og þið viljið......... að tala ensku drepur ykkur!
----
Reiður maður kom í kjötborðið í Nóatúni og hélt á elduðu læri í hendinni - sagðist vera með matarboð og lærið hefði rýrnað svo við eldunina að hann gæti ekki gefið öllum matargestunum sínum að borða. Nóatúnsmaðurinn þagði í smástund en sagði svo: Þetta er stórundarlegt! Í síðasta mánuði keypti ég mér lopapeysu og þegar hún varð skítug henti ég henni í þvottavélina og þaðan í þurrkarann og hún varð ekki neitt neitt - skildi þetta vera af sömu rollunni!!!
----
Hvað þarf marga í hverju stjörnumerki til að skipta um ljósaperu?
HRÚTUR : Bara einn. Viltu gera mál úr því eða ?
NAUT: Einn, en reyndu að koma nautinu í skilning um að sprungna peran sé ónýt og að það sé best að skipta um hana og að það eigi síðan að henda henni.
TVÍBURI: Tveir, en þeir skipta aldrei um peruna-- þeir ræða í sífellu um hver á að skipta um hana, hvernig er best að skipta um hana og af hverju þarf að skipta um peruna !
KRABBI: Bara einn. En það tekur geðlækni þrjú ár að hjálpa krabbanum að komast yfir áfallið og í gegnum sorgarferlið.
LJÓN: Ljón skipta ekki um ljósaperur, en stundum fá umboðsmennirnir þeirra Meyju til þess að gera það fyrir þau á meðan þau eru úti.
MEYJA: Um það bil 1.000.000 með skekkjumörkunum +/- ein milljón.
VOG: Humm, tvær. Eða kannski eina. Nei, annars höfum það tvær. Ef þér er sama ?
SPORÐDREKI: Þessar upplýsingar eru algert leyndarmál og einungis deilt með þeim Upplýstu í Stjörnusal hinnar Eldgömlu Reglu.
BOGMAÐUR: Sólin skín, dagurinn er ungur, allt lífið er framundan og þú ert inni, með áhyggjur af einhverri eldgamalli sprunginni peru ?
STEINGEIT: Ég eyði ekki tíma mínum í þessa barnalegu brandara.
VATNSBERI: Sko, þú þarft að minnast þess að allt í umhverfi okkar er hrein orka svo að.....
FISKAR: Ljósaperu? Hvaða ljósaperu?
----
Ljóskan tekur þátt í "Viltu vinna milljón"
Hér kemur fyrsta spurningin
1 Hve langan tíma tók 100 ára stríðið
a) 116 ár
b) 99 ár
c) 100 ár
d) 150 ár
Hún sat hjá í þessari spurningu
2. Í hvaða landi var Panama hatturinn fundinn upp?
a) Brasiliu
b) Chile
c) Panama
d) Equador
Ljóskan spyr salinn
3. Í hvaða mánuði er október byltingin haldin hátíðleg ?
a) Janúar
b) September
c) Október
d) Nóvember
Ljóskan hringdi
4. Hvert er skírnarnafn Georgs konungs VI?
a) Albert
b) Georg
c) Manuel
d) Robert
Ljóskan tekur út tvö röng svör
5. Eftir hvaða dýri eru Kanaríeyjar nefndar?
a) Kanari fugli
b) Kengúru
c) Sel
d) Rottu
Ljóskan hætti
Ef þú heldur að þú sért vitrari en ljóskan og hlærð að henni,
þá skaltu lesa réttu svörin að neðan
1. 100 ára stríðið tók 116 ár, frá 1337 til 1453.
2. Panama hatturinn var hannaður í Equador.
3.Október biltingin er haldin 7.Nóvember
4.Georg konungur VI hét Albert. 1936 skipti hann um nafn
5.Kanari eyjar eru nefndar eftir sel Latneska nafnið Insukaria Canaria þýðir selseyjar.
Svaraðu nú hver veit betur þú eða ljóskan?
-------
Hann var í fríi og lá í landi
að leysa af heima var enginn vandi,
konan var að því komin að fæða
og hvergi um húshjálp að ræða,
En hvað munar karlmann um kerlingarstörfin
þó kanski sé stundum fyrir þau þörfin?
Konan var heima og hafði engu að sinna
nema hugsa um krakka,það er ekki vinna.
Hún sagði:Elskan þú þarft ekkert að gera,
aðeins hjá börnunum heima að vera,
ég er búin að öllu,þvo og þjóna,
þú þarft ekki að bæta ,sauma eða prjóna.
Matur er útbúin allur í kistunni,
það ætti að duga svona í fyrstuni,
aðeins að líta eftir öngunum átta
,yla upp matinn og láta þau hátta"
Nú skyldi hann hafa það náðugt og lesa
og ná sér í ærlegan skemmtipésa,
hann var ekki sestur og var nokkuð hissa
er vældi í krakka:mér þarf að pissa"
Vart þeirri athöfn var að ljúka
er veinaði annar :Eg þarf að kúka"
Þarna var engin einasti friður
ef ætlaði hann að tylla sér niður,
Dagurinn leið svo í sífelldum önnum
sem ei voru bjóðandi mönnum,
þvílikt og annað eins aldrei í lífinu
útstaðið hafði hann í veraldarkífinu.
Ölduna stíga í ósjó og brælum
var ekkert hjá þessu,það kallaði hann sælu,
en þeytast um kófsveittur skammtandi og skeinandi
skiljandi áflogaseggina veinandi!
Ef eitt þurfti að éta varð annað að skíta
og engin friður í bók að líta,
en hún sagði"Elskan.þú þarft ekkert að gera
aðeins hjá börnunum heima að vera,"
Nú voru krakkarnir komnir í rúmið,
Kyrrlátt og sefandi vornætur húmið
seiddi í draumheimana angana átta
en ekki var pabbi farin að hátta,
Hann stóð þarna úfin úrvinda og sveittur
yfir sig stressaður,svangur og þreyttur,
og horfði yfir stofuna:"hamingjan sanna
hér á að teljast bústaður manna,
"Það skyldi hann aldrei á ævinni gera
í afleysingu slíkri sem þessari vera,
þó væri í boði og á þvi væri raunin
að þau væru tvöfölduð skipstjóralaunin"
, En þetta á konan kauplaust að vinna
og kallað að hún hafi engu að sinna
af daglangri reynslu hans virtist það vera
að væri stundum eitthvað að gera.
'Afram með störfin ótt líður tíminn
Æ" aldrei friður nú hringir síminn,
halló, var sagt, það er sætt ég túlka,
þér er sonur fæddur og yndisleg stúlka.
Hann settist á stól og fann til svima og klígju,
hvað sagði hún að krakkarnir væru orðnir tíu,"
Ég þarf að taka til öruggra varna,
ég ákveð á stundinni að hætta að barna
Kv, Jói Baldur
Frá Jóhannesi í Lækjabrekku.
19.8.2008 | 20:57
Fyrsta færslan...
19.8.2008 | 20:44
Han nafni minn kom með þessa frábæru hugmynd að stofnuð yrði blogg síða fyrir Gilsbakkarana...
Fannst það vera ansi góð hugmynd og hér er hún, núna er bara að koma henni í virkni og fá ættingjana til að nota hana.
Kv, Jói Baldur