Ein gáta í viðbót
27.9.2008 | 19:58
Hver átti gullkistuna ?
Kv. Gunnar Örn
Arna, strákarnir og kallinn með snakkpokann...
22.9.2008 | 21:05
Hæ,
Eitthvað hefur gengið illa að fá svar við síðustu gátu, þannig að ákveðið hefur verið að bæta við annari gátu, sem að er tvískipt, og eru gefin 5 stig fyrir hver rétt svar.
Lesið eftirfarandi texta og svarið síðan 2skiptu gátunni;
Þorsteinn hét maður. Hann var Egilsson, Skalla-Grímssonar, Kveld-Úlfssonar hersis úr Noregi en Ásgerður hét móðir Þorsteins og var Bjarnardóttir.
Þorsteinn bjó að Borg í Borgarfirði. Hann var auðigur að fé og höfðingi mikill, vitur maður og hógvær og hófsmaður um alla hluti. Engi var hann afreksmaður um vöxt eða afl sem Egill faðir hans því að svo er sagt af fróðum mönnum að Egill hafi mestur kappi verið á Íslandi og hólmgöngumaður og mest ætlað af bóndasonum, fræðimaður var hann og mikill og manna vitrastur. Þorsteinn var og hið mesta afarmenni og vinsæll af allri alþýðu. Þorsteinn var vænn maður, hvítur á hár og eygur manna best.
Svo segja fróðir menn að margir í ætt Mýramanna, þeir sem frá Egli eru komnir, hafi verið menn vænstir en það sé þó mjög sundurgreinilegt því að sumir í þeirri ætt er kallað að ljótastir menn hafi verið. Í þeirri ætt hafa og verið margir atgervismenn um marga hluti sem var Kjartan Ólafsson pá og Víga-Barði og Skúli Þorsteinsson. Sumir voru og skáldmenn miklir í þeirri ætt, Björn Hítdælakappi, Einar prestur Skúlason, Snorri Sturluson og margir aðrir.
Þorsteinn átti Jófríði Gunnarsdóttur Hlífarsonar. Gunnar hefir best vígur verið og mestur fimleikamaður verið á Íslandi af búandmönnum, annar Gunnar að Hlíðarenda, þriðji Steinþór á Eyri.
Jófríður var átján vetra er Þorsteinn fékk hennar. Hún var ekkja. Hana hafði átt fyrr Þóroddur son Tungu-Odds og var þeirra dóttir Húngerður er þar fæddist upp að Borg með Þorsteini. Jófríður var skörungur mikill.
Þau Þorsteinn áttu mart barna en þó koma fá við þessa sögu. Skúli var elstur sona þeirra, annar Kollsveinn, þriðji Egill.
Gátan;
a) hvaða snakk er átt við í fyrirsögn þessa bloggs?
b) strákarnir eru 3, Baldur Örn, Óðinn Örn og hvað mun sá þriðji heita?
Kv, Jói GÁTUSTJÓRI
p.s í vetur munu svo koma krossaspurningar úr textanum hér að ofan :)
Afmæli
19.9.2008 | 12:16
Hæ hæ
Aðstandendur og ritstjórar síðunnar óska eftir sagnfræðingi til að taka saman og birta hérna á síðunni upplýsingar um afmælisdaga allra í ættinni ... ( og aukahlutanna líka )
Kv, Jói RITstjóri
Jakob og pizzukassarnir!
16.9.2008 | 20:46
Ég rakst hér á eina gátu frá karlinum sem er giftur Hraunkotsfrúnni. Kerlingin hafði sett gátuna inn í athugasemdir - en ekki sem færslu á aðalsíðuna. Ég vil endilega að fleiri spreiti sig á henni ....þ.e. gátunni. En hún hljóðar svo:
Hversvegna segist Jakob henda möggunum,
þegar hann hendir pizzukössum?
Svarið nú hver sem betur getur!
Jæja, Gilsbakkarar sýnið nú hvað þið eruð gáfuð :)
-það væri nú gaman að vita hve oft í t.d. mánuði hann Jakob segði þetta? Bara svona til að vita hve margar pizzur koma í oddagatið pr.mánuð Sérstaklega vegna þess að pabba finnast pizzur ekki góðar!!
kv. Ása
p.s.................hver borðar eiginlega pizzurnar?
Kvenskörungur úr Kjósinni
15.9.2008 | 21:54
Heilir og sælir Gilsbakkarar góðir!
Mig langar að minnast á langa langa langömmu ykkar Gilsbakkaranna, sem hét Guðbjörg Pálsdóttir f. 7.febrúar 1799, í Saurbæ, ólst upp í Neðri- Flekkudal. Flutti með móður sinni og stjúpa að Norðurkoti , var vinnukona 1818 á Vallá í Kjós (þar hafa fleiri góðir í ættinni dvalið). Síðar var hún vinnukona í Bólstaðarhlíð í Húnavatnssýslu. Þar kynntist hún Eyfirðingnum Sveini Sveinssyni, er þangað var kominn í prestnám. Ekkert varð úr prestnáminu , þar sem presturinn dó, og Sveinn framdi skírlífisbrot, með því að eignast dóttur með Guðbjörgu. Þau fluttu inn í Eyjafjörð og þar settust Sveinn og móðir hans Halldóra að á Hólum, en Guðbjörg gerðist vinnukona að Gilsá. Þau fóru svo að búa í Hólakoti. Sveinn bóndi var lágvaxinn og grannholda, en Guðbjörg var mikil vexti og talin hafa karlmannsburði í gildara lagi, verkmikil, fjölhæf og hlífði sér ekki. Þau eignuðust 7 börn. Sveinn var lítt til búskapar fallinn og verklítill. Hann hélt uppteknum hætti við lestur bóka og gætti þá einskis sem fram fór kring um hann. Var á almæli að stundum í sólskini og þerri lægi hann sunnan undir bæjarvegg og læsi, meðan konan og krakkarnir unnu af kappi við heyþurrkinn. Ekki hafði hann fyrir að binda baggana af Hólakotstúninu, heldur gerði Guðbjörg það og bar þá á bakinu í heytóttina. Ekki vildi hún heldur láta Svein sinn mæðast í því að rista heytorfið eða fara í dalgöngurnar á haustin, það gerði hún sjálf. "Æji hann máske blotnaði í fæturnar og yrði kalt", en til þess mátti hún ekki hugsa. Þegar Sveinn bóndi þurfti að bregða sér vestur yfir Eyjafjarðarána og svo stóð á að hross voru ekki við höndina og áin lítil, lét Guðbjörg ekki muna um að vaða yfir ána með bónda sinn á bakinu. Þá var hún örugg um að honum yrði ekki kuldinn að tjóni. Meðan börn þeirra voru ung smalaði Guðbjörg sjálf kvíaánum og var þá venjulega berfætt, einkum er blautt var á jörð. Kvaðst hún vera vön því frá æskuárum í Kjósinni. Nágrannakonur Guðbjargar létu stundum í það skína að þær vorkenndu henni fyrir vosbúðina og erfiðið sem hún legði á sig og ekki væri kvenmannsmeðfæri ,heldur væri það bóndans starf. Þá var hún vön að afsaka Svein og segja: "Hann getur það ekki, ég er miklu færari til þess". Þegar þau höfðu búið í Hólakoti í 33 ár, var það að ráði að Sveinn færi til Guðbjargar dóttur þeirra á Vatnsenda og þar dó hann 24.mars 1872 , þá 72 ára. En Guðbjörg fór með dótturson sinn, í húsmennsku að Hrísum til Maríu dóttur sinnar. Guðbjörg dó hjá Önnu dótturdóttur sinni í Árgerði 7.apríl 1898, þá hafði hún lifað 2 mánuði af hundraðasta aldursárinu. Þetta er skrifað upp úr grein eftir Hólmgeir Þorsteinsson , sem nefnist "Kvenskörungur úr Kjósinni" sem birtist í "Heima er best" árið 1964. Ein dóttir Guðbjargar og Sveins hét Lilja og var langamma Jóa okkar á Gilsbakka.
ps. Jæja stelpur eigum við að vaða Skjóldalsána með karlana á bakinu, á næsta ættarmóti , nei annars ,ég vil heldur sitja sunnan undir vegg og lesa!!!!!!!
Bestu kveðjur frá mömmu og tengdamömmu Jó(anna) ritstjór (anna)
Hraunkotskerlingunni
skilaboð frá gilsbakkaranum sem býr fyrir austan
11.9.2008 | 21:02
Hæ allir og takk fyrir síðast Jói segir einhversstaðar að hann hafi ekkert að segja svo hann segi bara eitthvað og ég geri eins. Ég verð að segja að síðasta mót var alveg frábært kannski af því að við höfðum þetta fína tjald og þetta líka frábæra klósett. Og kannski verður maður líka væmin þegar aldurinn færist yfir 8 árum eldri en þegar við byrjuðum. En þetta er þó byrjunin á því að tjá sig á þessari síðu en ég er ekkert sérlega dugleg við svoleiðis hluti. Hafið það öll sem best
Kveðjur að austan Sigrún
Heilir og sælir Gilsbakkarar!
7.9.2008 | 22:26
Gaman að kíkja hér inn og fá fréttir. Við verðum að virkja restina af liðinu að skrifa pistla til að fylgjast með. Og ég tek Jóa ritstjóra á orðinu og fer að safna í bensínsjóð - annars er málið að ég er með jeppann hennar litlu systur - hann fylgir drengjunum hennar - en hún og Jói ritstjóri skruppu til Sviss - og á lyklakippunni hennar er Atlandsolíulykill - er því að hugsa um að fara bara frekar að safna bensíni. Ættingjar hér fyrir sunnan eiga endilega að hafa samband ef þeim vantar bensín, ég skal lána lykilinn, þau koma heim seinnipartinn á miðvikudag
Kveðja
Ása
SMÁ Áminning!
3.9.2008 | 13:51
Hæhæ fallega fjölskylda!
Bara minna á að það eru aðeins 338 dagar í næsta ættarmót, þannig að það er ekki seinnna vænna að fara að spara fyrir bensíni til að komast á hraunið!
Kv, Jói RITSTJÓRI
Halló
31.8.2008 | 11:37
Halló
Jói sagði að ég mætti skrifa þanngi ég áhvað bara að gera það
Ég, mamma, pabbi, Kjartan og Lilli fórum í bíó á Sveitabrúðkaup og það var ótrúlega gaman
En þessi mynd er ekki jafn skemmtileg og Sex and the sitty og Mamma mía
En ég hef ekki meira að seigja en Bless Sjáumst
Kveðja Ingibjörg Rún
Er að prófa.
30.8.2008 | 14:59
Góðan dag,þó hann sé ekki góður,því nú er mígandi rigning. en af einkærri heppni fór ég snemma á fætur í morgun,kláraði mín morgunverk,fékk mér kaffi og svo var stokkið til og safnað saman verkfærum og haldið af stað út á Hraungerðisrétt til að endursmíða nokkrar grindur.Við þetta verk störfuðu eftirtaldir Jói Jak Kjartan Jak Ketill H og ég.Við náðum að klára þetta fyrir hádegi þá var að sjálfsögðu farið heim í mjólkurgraut smurt til mömmu svo nú er réttin klár til notkunar
Kær hveðja Lilli