Kæru Gilsbakkarar!

Heil og sæl þið sem lesið þetta!

   Bara að minna á að nú verður enginn grautur eldaður en ég hef heyrt að það fáist afskaplega góður grautur frá MS í ýmsum verslunum um land allt og vonandi geta allir bjargað sér með það.

   En ef einhver verður alveg matarlaus er lítið mál að bjarga þeim, því alltaf kemur maður með of mikið með sér og alveg ástæðulaust að druslast með matinn aftur heim jafnvel 300 km.

  En það er fyrir mestu að muna að í upphafi þegar þetta allt byrjaði árið 2000 var ætlunin  að hafa þennann hitting til að efla vináttu, elsku og samstöðu meðal okkar systkina, maka  og afkomenda okkar.

En við Víðir hlökkum til að sjá ykkur sem flest á morgun eða annað kvöld ,,eins og við erum vön''.

Kveðja /gilsbakkarinn fyrir austan ( sem er dálítðið stjórnsamur að sögn sambýlismanns)Cool

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl öll

Það verður ekki amalegt á Hrauninu um helgina miðað við veðurspána og allir mæta hressir og kátir eins og vanalega hlakka mikið til að sjá ykkur á morgun :)

Kv frá okkur Magga

Sigga (IP-tala skráð) 9.8.2012 kl. 21:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband