Matargatið
16.3.2009 | 18:48
Í þessari frábæru fermingarveislu hjá Grafarvogsleggnum um helgina, sem ættmenni fjölmenntu í, þá kom upp sú hugmynd að setja hér inn uppskriftir. Að það yrði nokkurs konar "Uppskrift vikunnar" dálkur á síðunni. Þar sem við Sigrún frænka erum báðar frekjur þá ætla ég að setja inn fyrstu uppskriftina - og skora á Sigrúnu að setja inn næstu
Ég hringdi í Jóa B. áðan til að fá "leyfi" fyrir þessum dálk - og hann rétt gat stunið upp að það væri minnsta mál- milli þessa sem hann gúffaði í sig MÁNUDAGS-lærinu og bernaisesósunni!! Ég veit að systir mín býr EKKI til bernaisesósu. En veit þó að flestar konur í fjölskyldunni eru miklir matgæðingar - og flestir karlarnir með mikla matarást á sínum spúsum. Reyndar vita allir að körlunum finnst nú ekki leiðinlegt að elda mat og eru nú bara frekar duglegir við það.
Við látum þessar uppskriftir svo þróast áfram á síðunni - og endilega að setja inn uppskriftir þegar ykkur langar til - ekki bíða eftir að á ykkur sé skorað
Flokkur: Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 19:01 | Facebook
Athugasemdir
Namm namm, bíð spennt eftir fleiri uppskriftum, frá þessum frábæru matartæknum. Og meðan ég man, takk kærlega fyrir síðast, í þessari frábæru fermingarveislu , kveðja Hraunkotskerlingin
Hraunkotskerlingin (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 19:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.