Húnveskirgrillpinnar og Lækjargötukartöflugratín

Nú er ég lokssins að svara áskoruninni frá Guðrúnu Helgu og sendi boltan næst til Gunnu á Árbakka um að koma með uppskrift. Með kveðju frá Hvammstanga / Gunnar Örn

Húnveskirgrillpinnar

 

Folaldagúllas úr KVH

Bacon frá Ali

Sveppir (litlir)

Laukur

Grillpinnar

Pipar

Salt

Paprika

Barbecuesósa Honey Mustard (Hunts)

 

Grillpinnarnir eru látnir liggja í að minnsta kosti eina klukkustund í 10° heitu vatni áður en byrjað er að þræða upp á þá. Kjötið er kryddað með pipar,salti og papriku að eigin smekk. Laukurinn er því næst skorin langs í átta báta sem mynda 45°horn inn að myðju laukssins (mjög mikilvægt með þetta horn annars brennur laukurinn á grillinu).

Því næst er hafist handa við að þræða kjötinu, sveppunum og laukbátunum upp á pinnana og er það gert að eigin smekk, þar á milli er baconlengjum þrætt upp á pinnan og eða vafið utan um kjötið,sveppina og laukin. Er þessu er lokið er ágætt að jafna lengjunni út með því að taka þéttingsfast utan um hana endana á milli. Því næst er pinnin grillaður og við grillunina getur verið sniðugt að pensla hann með með barbecue sósunni og grilla í c.a. 1 mín á hvorri hlið eftir penslunina.

 

Reikna má með að venjulegur Gilsbakkari hesthúsi 2-3 pinnum í mál, en aftur á móti ef Jóhannes bóndi í Lækjabrekku er í mat skal reikna með 8-10 pinnum fyrir hann.

 

Lækjargötukartöflugratín

 

10 stk        Meðalstórar kartöflur

¼  stk       Laukur

2 stk         Egg

½ líter       Rjómi

                Gróft salt

                Paprikukrydd

                Pipar

                Ljóma smjörlíki

 

Kartöflurnar eru flisjaðar og eru síðan skornar í skífur sem eru c.a. 3 mm þykkar. Þeim er síðan dreift í eldfast mót sem er smurt að innan með Ljóma smjörlíki. Þar á eftir er laukurinn fínsaxaður niður og blandaður með kartöflunum ásamt því að salta kartöflurnar að eigin smekk með grófa saltinu.

Því næst eru eggin hrærð út í skál og rjómin síðan hræður saman við eggin. Þar á eftir er blandan krydduð með paprikunni og piparnum að eigin smekk. Því næst er blöndunni helt yfir kartöflurnar þannig að hún sökkvi þeim rétt aðeins. Síðan er fatinu skellt í örbylgjuofn með grilli og bakað í honum í c.a. 18-20 mínotur á grillstillingu. Líka er hægt að baka gratínið í ofni við 180° í c.a. 1 klukkustund.

 

Verði ykkur að góðu Smile

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er það gott að ég á ekki í neinum vandræðum að borða 8 pinna með meðlæti, með þökk fyrir fínana mat á sumardaginn fyrsta. Með kveðju Jói matargat.

Jóhannes (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 22:45

2 identicon

Namm namm er farin að hlakka til "Helgamagrasexhittingssexappíl" í sumar

                                        kveðja Stína stuð annálað átvagl

Hraunkotskerlingin (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 19:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband