Pönnukökur með fyllingu

Þessar pönnukökur eru skyndibita matur helgarinnar Wink  Í uppáhaldi hjá fjölskyldunni Árbakka !

Pönnukökur

200 g hveiti

1/2 tsk salt

4 1/2 dl mjólk

4 msk olía

3 egg

 

Fylling

Sósa að eigin vali, (má vera sinnepsósa, salsasósa og fl.)

Hrísgrjón

Skinka

Paprika

Laukur

Tómata

Gúrkur og fl. sem að hverjum og einum langar.

 

Lýsing 

Setjið hveiti og salt í skál, blandið mjólk saman við smátt og smátt og hrærið vel í á milli.Bætið olíu og eggjum saman við, einu í einu. Látið standa í 30 min. Bakið þunnar pönnukökur á pönnu (ekki af allra þynnstu gerð). Hver og einn setur síðan á sína pönnuköku sósu og fyllingu að eigin vali.

Líka er hægt að hafa þessa pönnukökur sem eftirétt. Fylla þær af ís, ferskum ávöxtum og rjóma. Grin

 

Verði ykkur að góðu Smile

 

Kveðja frá Árbakka 

P.s.  Vonum að þið prófið þetta, þetta er æði !  En þökkum fjölskyldunni á Hvammstanga fyrir og við sendum boltan áfram á Kristbjörgu og Skafta LoL 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta þarf maður að prófa og  í sig.

Gunnar Örn (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 23:09

2 identicon

...........eru þið svona menningarleg þarna úti í sveit? Bara borðað Crepes ....einsog í sollinum fyrir sunnan!?!?  Hlakka til að prófa 

Ása (IP-tala skráð) 5.5.2009 kl. 23:28

3 identicon

  Þetta er rosalega girnilegt.  Fæ hann  "Ástrík" minn til að elda svona handa mér, því hann er að byrja í sumarfríi á morgun og ætti þá að hafa tíma, (ekki liggur hann í sólbaði þessa dagana).   Þar sem ég er að vinna og  líka upptekin næstu tvær helgar við að skemmta mér í Tjarnargerði og  Vaglaskógi!

Hraunkotskerlinginss (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 19:07

4 identicon

Þetta er mjög ljúffengt, eldaði þetta í gærkvöldi og borðaði afgangan í dag :) mæli með þessu :)

Guðrún Helga (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 14:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband