Mynd vikunnar
23.10.2008 | 18:00
Á dálítið af myndum tengdum fjölskyldunni og datt í hug að reyna að koma með eina í hverri viku. Og ef þið hafið einhverjar góðar og gamlar þá endilega senda þær á gunnarja@simnet.is
M.kv. frá Hvammstanga / GÖJ
22 okt eru bara 286 dagar.
22.10.2008 | 09:41
Frá einum af ritstjórum þessa miðils.
14.10.2008 | 15:39
Hagfræði Örnu Jakobsdóttur
9.10.2008 | 22:46
Fékk þetta sent úr óvæntri átt, þ.e.a.s. frá henni Örnu systur minni.
Ef þið hefðuð lagt 100.000 krónur í að kaupa hlutabréf Nortel fyrir einu ári síðan væri verðmæti bréfanna í dag um 4.900 krónur.
Hefði sama fjárfesting verið lögð í Enron væri sú eign í dag um 1.650 krónur.
Hefðuð þið keypt bréf í World Com fyrir 100.000 krónur væri minna en 500 kall eftir.
Hefði peningurinn hins vegar verið notaður til að kaupa Thule-bjór fyrir einu ári síðan þá hefði verið hægt að drekka hann allan og fara síðan með dósirnar í endurvinnslu og hafa um 21.400 krónur upp úr því.
Þegar ofangreint er athugað virðist vera vænlegur kostur fyrir fjárfesta að drekka stíft og endurvinna!
Hér að neðan er svo nýi seðillinn sem verður kynntur eftir helgi (eitt af skilyrðunum fyrir láninu), verður vonandi hægt að fá nokkra kassa af bjór fyri þennan.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Áframhaldandi uppfærsla á Íslenskum lögum
9.10.2008 | 18:37
Alþingi Íslands hefur komið saman og ákveðið að breyta fleiri lögum, og þá fyrst vinsælu lagi með Vilhjálmi Vilhjálssyni sáluga, sem að heitir "Söknuður", en kallað nú eftir uppfærslu "Snauður"
Íslenski þjóðsöngurinn (notaður frá 08.10.2008)
8.10.2008 | 21:41
Ísland í gjaldþroti sekkur í sæ,
íslenska krónan hún þynnist og þynnist,
við íslenska hagkerfið segi ég bæ,
Ísland í erfiðum tímum það stendur
Íslenska stjórnin hún failar margfallt
Íslenski seðillinn er löngu brenndur
Ísland er landið sem tók af þér allt
Þetta með Gullkistuna
7.10.2008 | 23:05
Það var þetta með gátuna um Gullkistuna, en þar sem engin man eftir henni þá var það Lilli sem átti hana og er eini vörubíllinn sem hefur verið til á Gilsbakka. Myndin er af samskonar Chevrolet bíl og meira segja mjög svipaður og Gullkistan var.
Með kveðju frá Hvammstanga
Gunnar Örn
Kveðja að austan
4.10.2008 | 10:18
Hver er að kvarta yfir ritstíflu. Ég hef bara svo ,,rosalega mikið að gera'' eða þannig ,en þetta er vinsæl afsökun hér í þorpi þegar eitthvað á að gera t.d. syngja við messur og annað slíkt. En hvað með það ég kann fáa brandara og enn færri gátur en heyrði góðan brandara frá einum 3ja.
Einu sinni var tómatur að fara yfir götu, hann heyrði bíl koma og þá flýtti hann sér að fela sig
Höfum það gott hér fyrir austan vetur aðeins búinn að minna á sig. Ég er varla búin að ná mér eftir gestagang sumarsins og er enn að rétta fjárhaginn af en vonandi verður þetta komið í gott horf næsta vor. Bílskúrinn að verða fullur af mat og olíu þannig að þið ættuð alveg að geta komið. En ég get alveg sagt það að ég kíkji oft á þessa síðu þó svo ég skrifi ekki og mér finnst alveg frábært að Jóarnir séu svona hugmyndaríkir hér fær maður þó einhverjar fréttir?! Afkomendur JJ og KSR haldið bara áfram að vera svona dugleg að skrifa. Bestu kveðjur frá okkur öllum og Þresti á sjónum
Hvar eru aðrir Gilsbakkarar en þeir sem eru undan J.J. og K.S.R. ?
3.10.2008 | 22:40
Halló ALLIR Gilsbakkarar!
Ætlið þið ekki líka að fara að tjá ykkur meira hér á síðunni? Það væri alla vega gaman að því .....mér finnst þetta stundum vera farið að verða freeeekar "lókal"
Hvet alla Gilsbakkara - unga sem aldna að tjá sig.
Hlakka til að heyra frá ykkur
kveðja
Ása.... sem nennir ekki að hringja né heimsækja ykkur - en skoða reglulega bloggið ;)