Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Nýjasti fjölskyldumeðlimurinn

 Nýjasti fjölskyldumeðlimurinn var skírður um seinustu helgi Benoný Ingi, hér er hann með pabba sínum og langömmu :)

 Benoný Ingi

 Og hér með pabba, mömmu og langömmu :)

Benoný Ingi 1 


Vísur allra hinna sem tóku þátt en komust ekki á verðlaunaþúfu að þessu sinni

Ein varð kindin elliær
upp á fjallið æddi.
Við lífið vibót fær
Nokkra daga græddi

Kötturinn hefur hvassar klær
klórar allt og bítur.
óhreinn, í feldi flær
út um allt mígur og skítur

Hundurinn hefur háan tón
hentar vel til fjalla.
Týra vinnur bara tjón
hlustar hvorki á konur né kalla
SETOR
_______________________________________

Kötturinn hefur hvassar klær
klórar allt og bítur.
Rífur og tætir en rassin þvær
rétt áður en hann skítur
JARVIS
___________________________________

Ein varð kindin elliær
upp á fjallið æddi.
Ekki lengur ferðafær
Lilli kom og slæddi

Kötturinn hefur hvassar klær
klórar allt og bítur.
Konan hefur bara tær
en djöflast until þrýtur

Hundurinn hefur háan tón
hentar vel til fjalla.
Af flestum talin mesta flón
og ekki með öllumjalla
SIGGA LITLA
__________________________________

Ein varð kindin elliær
upp á fjallið æddi.
Stóð þar einsog álfamær
komdu, sagði bóndinn mæddi

Kötturinn hefur hvassar klær
klórar allt og bítur.
Það var bara síðast í gær
hann rífur allt og slítur

Hundurinn hefur háan tón
hentar vel til fjalla
gargar eins og ljón
hrollur fer um alla
GK
_________________________

Ein varð kindin elliær
upp á fjallið æddi
bóndinn bara bítur hlær
og belju gamla sæddi

Kötturinn hefur hvassar klær
klórar allt og bítur.
Kona sú er ei körlum kær
sem kvölds og morgna hrýtur

Hundurinn hefur háan tón
hentar vel til fjalla
það er eins með fífl og flón
og ferlega fúla "kalla"
GUMMI JÓNS
_________________________________

sýnið smá biðlund.....restin kemur síðar ...... :)

Ein varð kindin elliær
upp á fjallið æddi.

Kötturinn hefur hvassar klær
klórar allt og bítur.

Hundurinn hefur háan tón
hentar vel til fjalla.


Aðrar vísur sigurvegara keppninnar

Ein varð kindin elliær
upp á fjallið æddi.
Jói óð á eftir
með skotvopn í hendi.

Hundurinn hefur háan tón
hentar vel til fjalla.
Betra er að
hafa lágan tón
innan bæjarmarka HÖFUNDUR ÓKUNNUR SKÁLDSKAP

_________________________________________________

Ein varð kindin elliær
upp á fjallið æddi.
Glennir sig, dillar og hlær
og feitum tröllum kættir

Kötturinn hefur hvassar klær
klórar allt og bítur.
Það var honum nærr
að lykta eins og skítur
spólar út og vasan slær
braukar allt og brítur TRYGGUR
_______________________________________

Ein varð kindin elliær
upp á fjallið æddi.
Pilturinn hitti ljúfa mær
og hana fljótur sæddi.

Kötturinn hefur hvassar klær
klórar allt og bítur.
Hundurinn hefur ljótar flær
og hleypur um og skítur. LOVER GIRL
___________________________________________

Ein varð kindin elliær
upp á fjallið æddi.
Með bóndann á bakinu og tennur tvær
Blauta dalina þræddi
svo úr hófunum blæddi

Hundurinn hefur háan tón
hentar vel til fjalla.
Mér finnst hann þó vera óttalegt flón
þegar ég á hann kalla
þá fer hann bara að spjalla SKÚLI FÓGETI
_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _

BÓNUSVÍSA SKÚLA FÓGETA

Á Gilsbakka ættarmóti erum nú
tjöldum í hífandi roki
Jóhannes og Gói, Jói og frú
Hoppa í jeppann,
handbremsubeygja og vinstri snú
stinga af á Kaffi Kú
______________________________


Vísnakeppni Gilsbakkara 2012 - úrslit

Að þessu sinni var keppt í 5 flokkum. Sigurvegarar keppninnar í ár voru eftirtaldir:

FÁRÁNLEGASTI SKÁLDSKAPURINN

Kötturinn hefur hvassar klær
klórar allt og bítur.
Ekki er gott
fyrir leðursófa
höf: skáldskap (JJ)
___________________________________

BJARTASTA VONIN 2012

Kötturinn hefur hvassar klær
klórar allt og bítur.
Sigríður verður viti fjær
vakir ef Magnús hrítur.
höf: Ungi (UIH)
_____________________________

ATOMSKÁLD GILSBAKKARA 2012

Hundurinn hefur háan tón
hentar vel til fjalla.
Hvelvítis fýfl og fjandans flón
og engin kind til baka.
höf: Tryggur (ISJ)
_____________________________

FRUMLEGASTA SKÁLDIÐ 2012

Hundurinn hefur háan tón
hentar vel til fjalla.
Held ég hafi séð hann Jón
en eina kvensuna skjalla.
höf: Lover girl (KLJ)
________________________________

BESTA GILSBAKKARA SKÁLDIÐ 2012

Kötturinn hefur hvassar klær
klórar allt og bítur.
Eigandinn hristir hausinn og hlær
er hann í forstofuna þýtur
og í skóinn hans skítur.
höf: Skúli fógeti (G...hans ÞHJ (!))
_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _

Þess má geta að BESTA GILSBAKKARA SKÁLDIÐ gerði það sem er algjört nýmæli í keppninni - fylltist svo mikilli andagift að sigurvegarinn samdi tvær vísur í viðbót - þar sem önnur var lesin upp er ekki úr vegi að setja hana hér inn fyrir þá sem misstu af......voru komnir á 17. bjór ;)

Afmælisbarnið sýnir engan beyg
út í móa að rokka
í lopapeysunni með nýjan fleyg
bók og tvenna sokka
______________________________

kv.ÁJ


Kæru Gilsbakkarar :-))

  Takk fyrir frábæra samverustund um s.l. helgi.

Hafið það sem allra best þar til við sjáumst næst.

Gilsbakkarinn fyrir austan Wink

 


Kæru Gilsbakkarar!

Heil og sæl þið sem lesið þetta!

   Bara að minna á að nú verður enginn grautur eldaður en ég hef heyrt að það fáist afskaplega góður grautur frá MS í ýmsum verslunum um land allt og vonandi geta allir bjargað sér með það.

   En ef einhver verður alveg matarlaus er lítið mál að bjarga þeim, því alltaf kemur maður með of mikið með sér og alveg ástæðulaust að druslast með matinn aftur heim jafnvel 300 km.

  En það er fyrir mestu að muna að í upphafi þegar þetta allt byrjaði árið 2000 var ætlunin  að hafa þennann hitting til að efla vináttu, elsku og samstöðu meðal okkar systkina, maka  og afkomenda okkar.

En við Víðir hlökkum til að sjá ykkur sem flest á morgun eða annað kvöld ,,eins og við erum vön''.

Kveðja /gilsbakkarinn fyrir austan ( sem er dálítðið stjórnsamur að sögn sambýlismanns)Cool

 


Ættarmót Gilsbakkara 2012

Senn líður að ættarmóti (2 dagar) og mun undirbúningur fyrir það hefjast eftir komandi helgi og er það von mótsnefndar að undirbúningurinn skili enn einu góðu ættarmótinu.

Dagskrá mun liggja fyrir í anddyri samkomuhússins, sem er opið á mánudögum og þriðjudögum frá 11:00 til 13:00.

Tengiliður  Gilsbakkara í Noregi hefur fengið yr.no til að spá góðu veðri á meðan að ættarmótið stendur og má sjá veðurspánna hér að neðan, eins og hún lítur út þegar þessi pistill er skrifaður.

 Gilsbakki_vedur_2012

Nánari veðurspá má sjá með því að smella hér 

 Arna er nýbúin að taka upp grænmeti út matjurtagarðinum ef einhver vill ferskt brakandi grænmeti.

Heyrst hefur að Gilsbakkarar ætli að leggja (ódýrar) gjafir í púkk fyrir bingóið, gott er að þeir skili þeim til mótttstjórnar innpökkuðum! 

 

Sjáumst á hrauninu! 


Íbúð í Reykjavík

Hæhæ,

Við Valur erum að flytja heim í næstu viku en erum ekki búin að finna okkur íbúð í Reykjavík.

Ef þið vitið um eða heyrið af einhverjum sem er að leigja íbúð værum við endilega til í að heyra af því :)

Kveðja
Guðrún Helga


Gilsbakkamót 2012

Sæl

Það voru einhverjar umræður á seinasta móti um hvort ætti að gera smá breytingar fyrir þetta ár.

Það sem ég heyrði af voru:

-Ætti að sleppa grautnum annaðhvert ár og vera með þema mat í staðinn?

-Ætti hvert systkini að standa fyrir einum atburði / skemmtiatriði ?

-Ætti hugsanlega að skipta um helgi ?

 

Hvað finnst ykkur ?
Kv. Guðrún

 

ættarmot2010 


Afmælisbörn í apríl

Innilega til hamingju með afmælin í apríl Gilsbakkarar :)

 

 Sigga 2. apríl - 31 árs

Baldur Örn 2. apríl - 11 ára

Víðir 6. apríl - 63 ára

Michael 14. apríl - 20 ára

Gísli 19. apríl - 47 ára

Jói Baldur 25. apríl - 38 ára 

Neil 25. apríl - 17 ára

Gunnar Örn 28. apríl - 47 ára

 

afmæli 

 



Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband