Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
Tapaður stóll
12.8.2009 | 21:25
Ágætu ættingjar svo er mál með vexti að við hér á Lækjargötunni töpuðum þessum ágæta stól eftir ættarmótið s.l. helgi og er hans sárt saknað. Þar sem hann hefur þjónað rössum okkur með prýði í allmörg ár. Ef einhver hefur séð stólinn eða veit hvar hann er niðurkomin þætti okkur vænt um að fá að heyra um það. Með kveðju frá Hvammstanga.
Frá Jóa í Læk
11.8.2009 | 23:14
Afmæli í dag
11.8.2009 | 15:44
Tíunda ættarmótinu lokið
9.8.2009 | 21:11
Ættarmótinu er nú lokið og Gilsbakkarar eru farnir heim á leið eftir hinum ýmsu þjóðvegum Íslands. Í gær bauð Jakob Hraunkotsbóndi allri ættinni í grautarhlaðborð í hádeginu sem hlaðið var hinu ýmsa meðlæti og eru honum færðar hinar bestu þakkir fyrir þetta fína hlaðborð. Hápunktur ættarmótssins var í gærkvöld eftir að Gilsbakkararnir höfðu belgt sig út af dýrindis veitingum. Þá tóku við hin ýmsu atriði og fyrstur steig á svið Baldur Örn Jóhannesson sem fór með gamanmál og söng svo fyrir allt liðið í lokin. Þar á eftir var komið að var komið að úrslitum botnakeppninni en á laugadeginum hafði öllum verið boðið að botna fyrriparta og kom þá í ljós hve gríðarlega Gilsbakkararir eru hagmæltir. Einnig var TUSKUAKADEMIAN með verðlaunaafhendingu sína þar sem veitt voru verðlaun fyrir hinar ýmsu dygðir, m.a. þolinmóður árssins, flopp árssins o.fl. En það var ættmóðirin á Gilsbakka sem var valin Gilsbakkari árssins. Af því loknu var komið að fegurðarsamkeppninni ICE-SAVE en þar kepptu Miss Hvammstangi, Miss Skagafjörður, Miss Akureyri, Miss Vaðlaheiði, Miss Saurbæjarhreppur og Miss Fnjóskadalur. Eftir harða keppni þar sem m.a. einn keppandin varð uppvís að því að reyna slá ryki í augu dómarana með daðri var það svo Miss Akureyri sem valin var Miss ICE-SAVE. Eru þeim Lillu og Ásu færðar hinar bestu þakkir fyrir frábæra frammistöðu í skemmtiatriðunum. Ungviðið grillaði svo sykurpúða meðan hinir eldri ryfjuðu upp gamla sögur o.fl að skemmtiatriðunum loknum.
Á sunnudeginum var allir komnir snemma á fætur að frátöldum nokkrum eðlilegum frávikum og nutu allir veðurblíðunar á Hrauninu áður en farið var að pakka niður og huga að heimferð. Ekki hafa borist neinar fréttir af óhöppum á heimleiðinni svo allir virðast hafa náð heim til sín heilu og höldnu.
Vinir og fjölskylda | Breytt 10.8.2009 kl. 08:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Ættarmótið 2009
8.8.2009 | 10:07
Tekið á ættamótinu 2007 í hinni árlegu tjaldgöngu sem farin var fyrr á árum.
Ættarmótið er byrjað á hrauninu og fólksstraumurinn hefur verið gríðarlegur inn á svæðið bæði frá norður,austur og suðvesturlandi. Skv. upplýsingum lögreglu er enn fólksstaumur frá austurlandi í dag og má búast við umferðartöfum á Krýsuvíkinni. Ættarmótsgestir eru mjög ánægðir á hrauninu og eru væntingar miklar til helgarinnar. Í kvöld verur svo hápunktur mótssins eftir að Gilsbakkararnir hafa belgt sig út góðum mat. En þá stíga þær mæðgur Stína Skjól og Ása á stokk með sín heimatilbúnu skemmtiatriði sem eru orðin fastari liður á mótinu heldur en Brekkusöngur Árna Jhonsens á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Eftir skemtiatriðunum verður kveikt í bálkestinum og munu Gilsbakkasystkynin leiða varðeldssöngin að venju.
Vinir og fjölskylda | Breytt 9.8.2009 kl. 20:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Afmæli í dag
7.8.2009 | 21:23
Orðsending til Gilsbakkaranna
5.8.2009 | 21:15
Heilir og sælir. Þá er nú komið að því, jibbí. En öllu gamni fylgir nokkur alvara og að leigja tjaldið ómissandi kostar 37.000 en við eigum í bókinni okkar 10.38o og því vantar nokkuð upp á kostnaðinn. Því vil biðja ykkur að koma við í bankanum ykkar og fá kúlulán til að taka með á ættarmótið.
Sjáumst sem flest ,syngjandi kát í anda Jóa okkar
Kveðja- gjaldkerinn fyrir austan
Mynd vikunnar
5.8.2009 | 19:06
Nú líður að ættarmótinu á hrauninu og allir eru að fullu að pakka niður tjöldum o.fl og þá er þessi mynd fín til að koma liðinu í "útilegufýlingin".
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 20:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hvar er þessi mynd tekin ?
5.8.2009 | 00:47
Gestabók á Möðrufelli
3.8.2009 | 00:50
Jakob og Daniel berir að ofan á toppnum
Ágætu Gilsbakkara í gær 2.ágúst lögðum við frændur Jói, Daniel, Jakob og Gunnar Örn land undir fót og gengum á Mörðufell í svarta þoku og hressilegri súld. Þó skyggnið væri lítið náðum við að afreka einu í ferðinni og það var að koma gestabók fyrir á toppinum á Möðrufelli, einnig er þar að finna neftóbakspontu í eigu Jakob Jóhannessonar sem var gerð upptæk í ferðinni er þeir frændur Daniel og Jakob voru farnir að taka einum of oft í nefið á leiðinni upp. Það er því upplagt að leggja land undir fót og ganga upp og staðfesta komuna með því að skrifa í gestabókin og fá sér jafnvel í nefið í leiðinni. Mælum frekar með þvi að farið sé í betra skyggni en var í dag til að geta notið ferðarinnar.
Myndir úr ferðinni er að finna á linkunum hér að neðan:
Gunnar Örn myndir http://hvammstangi.123.is/album/default.aspx?aid=154935
Jói myndir http://joijaki.123.is/album/default.aspx?aid=154900
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 00:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)