Ekta norðlenskt stórhríð.
30.3.2009 | 13:23
Þegar ég vaknaði morgun hélt ég fyrst að ég væri stödd norður í Eyjafirði, skemmtileg norðvestan stórhríð. En við segjum bara það þetta sé páskahretið. Sé að ,,fiskisúpuuppskriftinni '' frá ,,hraunkotsfrúnni'' er borgið búið að staðfesta hana og nú er bara að fara að elda því nóg er til af ýsunni. Kveðjur að austan. Sigrún
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Hæ hæ - þar sem Sigrún á nóg af ýsunni þá verð ég að bæta því við að þetta sem Hraunkotskerlingin segir að sé gott meðlæti með kjöti er líka rosalega gott að gera þannig að allt er sett á pönnu og ýsu/þorski raðað ofaná og látið malla undir loki - namm namm ....en þetta er líka ábyggilega rosalega gott með kjöti.
Gott að klára páskahretið af þarna fyrir austan - og skella sér bara í vorið um páskana. Hugsaði mikið til allra ættmenna í snjósköflum um land allt meðan ég var úti að hjóla í gær
kv. Ása
Ása (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 21:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.