Uppskriftarþráðurinn....

Kæru Gilsbakkarar.

Mig langar að minna ykkur á uppskriftarþráðinn sem að gekk hérna í vor, en virðist hafa dottið útaf eldhúsbekknum! Endilega takið upp þráðinn og setjið inn ykkar margrómuðu uppskriftir hér inn.

Einnig langar mig að minna ykkur, sem að setjið inn uppskriftir að velja "matur og drykkur" í færsluflokkur áður en að vistað er.

Þá er hægt að smella á "matur og drykkur" hérna vinstra megin ( <---  ) til að sjá allar uppskriftirnar sem að hafa verið settar inn.

Kær kveðja

Jói Ritsjóri


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Á ekki Kristbjörg að setja inn næst uppskift vegna áskorunar frá Gunnu og Góa?

kv Arna

Arna (IP-tala skráð) 30.5.2009 kl. 00:12

2 identicon

Mig langar að benda á, að ef menn eru í vandræðum með uppskriftir (sem ég held nú að sé ekki), þá er alveg frábær vefur sem heitir "uppskrifta wwwefurinn", þar er margt gott og girnilegt.

Hraunkotskerlingin (IP-tala skráð) 30.5.2009 kl. 10:27

3 identicon

Hvernig væri nú að fara fá uppskrift úr "LÆKJARBREKKU" eldhúsinu, en það er nú rómaður veitingastaður

GÖJ (IP-tala skráð) 31.5.2009 kl. 09:13

4 identicon

Er einmitt á leið í rjúpur og endur í Lækjarbrekku - verður víst nautasteik ef illa gengur með fuglana. Hlakka til að láta vita hvernig smakkast og mun mæla með uppskriftinni......... ef vel smakkast

Ása (IP-tala skráð) 31.5.2009 kl. 16:10

5 identicon

sko það vita það nú allir að Jói Bróð er frábær í eldhúsinu, þess til sönunar þá kom hann í heimsókn til mín um dagin og gerði sér lítið fyrir og eldað handa mér og mínu gæsa bringu og frábæri sósu takk en og aftur fyrir það jói min(bróðir).

 svo Ása þú verður ekki svikin af heimsóknini til jóa.

kv Arna  

Arna (IP-tala skráð) 31.5.2009 kl. 21:26

6 identicon

Lenti ásamt Gíslabalagenginu í þessari svaka veislu hjá vertunum í Lækjarbrekku.  Þar var nautakjöt grillað, önd og rjúpa ásamt gífurlega miklu meðlæti af sósum, salati og fleiru og fleiru.  Allir voru að springa, nema kannske Doddi og Jakob junior, sem ekki máttu mikið vera að því að borða. Takk kærlega fyrir mig,  matarboðin í veitingahúsinu Lækjarbrekku klikka ekki.

Hraunkotskerlingin (IP-tala skráð) 1.6.2009 kl. 14:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband