Sæl öll, hér kemur ein góð kjúklingauppskrift.
1.6.2009 | 21:08
Kjúklingaréttur sem er fljótlegur og góður.
Fjórar Kjúklingabringur
Fjórir charlottlaukar
Hálf krukka af sólþurrkuðum tómutum
Ein ferna matreiðslurjómi
Olía til steikingar
Salt og pipar
Kjúklingakraftur
Skerið Kjúklingabringur í bita og steikið á pönnu og kryddið með salti og pipar.
Skerið charlottlaukinn ásamt sólþurrkuðu tómatana og svissið á pönnu og blandið þessu saman við kjúklinginn.
Því næst hellið þið matreiðslurjómanum út á pönnuna og setjið kjúklingakraft eftir smekk, látið malla í tíu til fimmtán mínútur við vægan hita og smakkið til.
Með þessu er mjög gott að hafa hrísgrjón og ef til vill salat og gott brauð.
Verði ykkur að góðu
Kveðja Kristbjörg
Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Athugasemdir
Mæli með þessari-ótrúlega góður og þægilegur réttur- hef einnig prófað að setja lúðu í staðinn fyrir kjúkling og það smakkaðist njög vel og ekki skemmir að hafa ískalt hvítvín með
Kveðja að austan
Sigrún (IP-tala skráð) 2.6.2009 kl. 10:39
mmmm lítur út fyrir að vera veisla fyrir bragðlaukana - leist reyndar strax vel á réttinn þegar ég las - fljótlegur og góður - prófa hann um helgina og læt ykkur vita hvernig smakkast kv.Ása
Ása (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 21:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.