Færsluflokkur: Matur og drykkur

Uppskrift úr höfuðborginni

Exótískar kjötbollur með myntu og sætkartöflustöppu

 

Kólnandi hitastig kallar á haustlegan mat. Exótískar kjötbollur eru dásamlega góðar og ekki skemmir sætkartöflustappan stemninguna. Nú flæðir íslenskt grænmeti um verslanir landsins og því ekki úr vegi að reyna að nota eins mikið af því og hugsast getur. Engiferrótin gerir sætkartöflustöppuna sérlega góða en á þessum árstíma er um að gera að dæla í sig engiferi til að vinna gegn haustflensum og öðrum leiðindum.

Þessi réttur er fyrir tvo fullorðna og þrjú svöng börn. Ef það er afgangur af bollunum má endilega skella þeim í frystinn og eiga til góða.

500 g nautahakk

Ummm...

500 g svínahakk

1 laukur, smátt skorinn

Handfylli fersk mynta, smátt skorin

2 tsk indverskt kryddblanda frá Nomu

2 tsk kórínader

1 msk kartöflumjöl

1 egg

Allt sett í hrærivélaskál og hrært saman með hnoðaranum í fimm mínútur. Þá eru mótaðar litlar bollur úr deiginu og þær steiktar á pönnu í nokkrar mínútur á hverri hlið. Þegar bollurnar eru tilbúnar eru tvær msk af mangóchutney sett yfir og bollunum vellt upp úr því.

Sætkartöflustappa með kanil og engifer:

2 sætar kartöflur, afhýddar og skornar í munnbita

2 rófur, afhýddar og skornar í munnbita

3 sm engiferrót

1 msk kanill

1 sellerístöngull

Vatn

Skrælið sætu kartöflurnar og rófurnar og skerið í munnbita. Engferrótin er skorin smátt ásamt selleríi og sett í pott ásamt öllu hinu. Notið eins lítið vatn og þið komist upp með og rétt látið það fljóta yfir grænmetið. Látið sjóða þar til sætu kartöflurnar og rófurnar eru mjúkar í gegn. Þá er vatnið sigtað frá og hráefnið stappað. Gott er að setja smá Maldon salt yfir rétt áður en borið er fram.

Gott er að bera réttinn fram með fersku salati.

 Jói Ritstjóri

Heimild: www.pressan.is


Döðlukonfekt

Ég sakna þess svo svakalega að við séum hætt að senda inn uppskriftir. Eigum við ekki að endurvekja það? Senda inn það sem virkilega er að hitta í mark hjá okkar fólki. Við erum náttúrulega með sömu "ættarbragðlaukana"....og alin upp á grjónagraut og slátri þannig að við hljótum að vera að "fýla" sömu uppskriftir Wink

Þetta konfekt klikkar ekki - hvort sem er kósýkvöld, saumaklúbbur, veisla eða jól.

360 gr. döðlur (frá Hagver)

240 gr. Smör (ekkert kreppu-líki!)

120 gr. dökkur púðursykur

Saxa döðlurnar smátt eða setja í matvinnsluvél. Setja þær svo í pott með smjörinu og púðrusykrinum og allt brætt saman á ekkert of háum hita.

3 bollar Rice Crispies settir útí pottinn og blandað vel saman.

Allt sett í álform (t.d. skúffukökumót) c.a. 30x30 cm. Þjappað vel í mótið og látið kólna.

300 gr. suðusúkkulaði - Síríus best.....og e.t.v. smá rjómasúkkulaði með ;)  -brætt í vatnsbaði og hellt yfir. Kælt og svo er konfektið skorið í c.a. 2,5x2,5 cm. teninga - Gott að taka konfektið út úr ísskápnum aðeins áður en það er borðað.

Mæli svo með að litla systir mín fari að senda inn eitthvað af þessum sterku   W00t  réttum sínum!!!

Kveðja Ása 

 


Sæl öll, hér kemur ein góð kjúklingauppskrift.

Kjúklingaréttur sem er fljótlegur og góður.

Fjórar Kjúklingabringur
Fjórir charlottlaukar
Hálf krukka af sólþurrkuðum tómutum
Ein ferna matreiðslurjómi
Olía til steikingar
Salt og pipar
Kjúklingakraftur

Skerið Kjúklingabringur í bita og steikið á pönnu og kryddið með salti og pipar.
Skerið charlottlaukinn ásamt sólþurrkuðu tómatana og svissið á pönnu og blandið þessu saman við kjúklinginn.
Því næst hellið þið matreiðslurjómanum út á pönnuna og setjið kjúklingakraft eftir smekk, látið malla í tíu til fimmtán mínútur við vægan hita og smakkið til.

Með þessu er mjög gott að hafa hrísgrjón og ef til vill salat og gott brauð.
Verði ykkur að góðu

Kveðja Kristbjörg


Endur og rjúpa.

Hæ hér riðst ég inn og set eina einfalda uppskrift sem ég gerði í gær.

Ofninn settur á fullan hitta og látinn ná honum svo er tvær sviðnar endur settar inn á fullum hitta í 15 minótur svo er lækkað niður í 170 í 30 mínútur og svo er bara slökkt á ofninum og látið bíða inni í sikka 15 mínútur.  Þá eru endurnar til á meðan steikti ég rjúpuna (var síðasta)á alla kanta og sauð hana svo í pottinum með 1 liter af sóði.  Notaði svo soðið og bakaði upp sósuna slurk af smjöri slatta af hveiti megnið af soðinu sólberja hlaup heimagert dálitin slata af rjómaosti og kjötkraft og svo bara salta og pipra eftir smekk. Með þessu var salat úr ísskápnum fetaostur piparsósa og hvítlauksósa. Ég hafði grillaðar kartöflur með þessu því ég gleymdi að setja þær í ofninn. Hafði smá sneið af nautakjöti með til að vera viss um að allir fengju eitthvað og ég hafði aldrei eldað endur áður. veði ykkur að góðu, þið getið svo bara hringt í mig ef það koma einhverjar spurningar kveðja Vertinn.


Uppskriftarþráðurinn....

Kæru Gilsbakkarar.

Mig langar að minna ykkur á uppskriftarþráðinn sem að gekk hérna í vor, en virðist hafa dottið útaf eldhúsbekknum! Endilega takið upp þráðinn og setjið inn ykkar margrómuðu uppskriftir hér inn.

Einnig langar mig að minna ykkur, sem að setjið inn uppskriftir að velja "matur og drykkur" í færsluflokkur áður en að vistað er.

Þá er hægt að smella á "matur og drykkur" hérna vinstra megin ( <---  ) til að sjá allar uppskriftirnar sem að hafa verið settar inn.

Kær kveðja

Jói Ritsjóri


Pönnukökur með fyllingu

Þessar pönnukökur eru skyndibita matur helgarinnar Wink  Í uppáhaldi hjá fjölskyldunni Árbakka !

Pönnukökur

200 g hveiti

1/2 tsk salt

4 1/2 dl mjólk

4 msk olía

3 egg

 

Fylling

Sósa að eigin vali, (má vera sinnepsósa, salsasósa og fl.)

Hrísgrjón

Skinka

Paprika

Laukur

Tómata

Gúrkur og fl. sem að hverjum og einum langar.

 

Lýsing 

Setjið hveiti og salt í skál, blandið mjólk saman við smátt og smátt og hrærið vel í á milli.Bætið olíu og eggjum saman við, einu í einu. Látið standa í 30 min. Bakið þunnar pönnukökur á pönnu (ekki af allra þynnstu gerð). Hver og einn setur síðan á sína pönnuköku sósu og fyllingu að eigin vali.

Líka er hægt að hafa þessa pönnukökur sem eftirétt. Fylla þær af ís, ferskum ávöxtum og rjóma. Grin

 

Verði ykkur að góðu Smile

 

Kveðja frá Árbakka 

P.s.  Vonum að þið prófið þetta, þetta er æði !  En þökkum fjölskyldunni á Hvammstanga fyrir og við sendum boltan áfram á Kristbjörgu og Skafta LoL 


Húnveskirgrillpinnar og Lækjargötukartöflugratín

Nú er ég lokssins að svara áskoruninni frá Guðrúnu Helgu og sendi boltan næst til Gunnu á Árbakka um að koma með uppskrift. Með kveðju frá Hvammstanga / Gunnar Örn

Húnveskirgrillpinnar

 

Folaldagúllas úr KVH

Bacon frá Ali

Sveppir (litlir)

Laukur

Grillpinnar

Pipar

Salt

Paprika

Barbecuesósa Honey Mustard (Hunts)

 

Grillpinnarnir eru látnir liggja í að minnsta kosti eina klukkustund í 10° heitu vatni áður en byrjað er að þræða upp á þá. Kjötið er kryddað með pipar,salti og papriku að eigin smekk. Laukurinn er því næst skorin langs í átta báta sem mynda 45°horn inn að myðju laukssins (mjög mikilvægt með þetta horn annars brennur laukurinn á grillinu).

Því næst er hafist handa við að þræða kjötinu, sveppunum og laukbátunum upp á pinnana og er það gert að eigin smekk, þar á milli er baconlengjum þrætt upp á pinnan og eða vafið utan um kjötið,sveppina og laukin. Er þessu er lokið er ágætt að jafna lengjunni út með því að taka þéttingsfast utan um hana endana á milli. Því næst er pinnin grillaður og við grillunina getur verið sniðugt að pensla hann með með barbecue sósunni og grilla í c.a. 1 mín á hvorri hlið eftir penslunina.

 

Reikna má með að venjulegur Gilsbakkari hesthúsi 2-3 pinnum í mál, en aftur á móti ef Jóhannes bóndi í Lækjabrekku er í mat skal reikna með 8-10 pinnum fyrir hann.

 

Lækjargötukartöflugratín

 

10 stk        Meðalstórar kartöflur

¼  stk       Laukur

2 stk         Egg

½ líter       Rjómi

                Gróft salt

                Paprikukrydd

                Pipar

                Ljóma smjörlíki

 

Kartöflurnar eru flisjaðar og eru síðan skornar í skífur sem eru c.a. 3 mm þykkar. Þeim er síðan dreift í eldfast mót sem er smurt að innan með Ljóma smjörlíki. Þar á eftir er laukurinn fínsaxaður niður og blandaður með kartöflunum ásamt því að salta kartöflurnar að eigin smekk með grófa saltinu.

Því næst eru eggin hrærð út í skál og rjómin síðan hræður saman við eggin. Þar á eftir er blandan krydduð með paprikunni og piparnum að eigin smekk. Því næst er blöndunni helt yfir kartöflurnar þannig að hún sökkvi þeim rétt aðeins. Síðan er fatinu skellt í örbylgjuofn með grilli og bakað í honum í c.a. 18-20 mínotur á grillstillingu. Líka er hægt að baka gratínið í ofni við 180° í c.a. 1 klukkustund.

 

Verði ykkur að góðu Smile

 


Kjúklingabringur

Ég ætla að koma með uppskrift af einföldum kjúklingabringum.

 

Kjúklingabringur

Ein krukka ORA pestó (rautt)

Rjómi

Einn piparostur

 

Kjúklingarbringur léttsteiktar á pönnu og kryddaðar með kjúklingakryddi.

Settar í eldfast mót og pestó dreift yfir hverja bringu, næst er smá rjóma hellt yfir bringurnar og botnfylli í fatið.

Eldað í ofni við 180° í sirka 20-30 mín eftir stærð. Ég geri ráð fyrir einni bringu á mann.

Með þessu geri ég piparostasósu, bræði piparost og rjóma í potti og hef hrísgrjón og hvítlauksbrauð með.

 

Mjög fljótlegur réttur og einstaklega ljúffengur :)

Ég vil skora á Gunnar Örn og fjölskyldu að koma með næstu uppskrift.

 

Kveðja Guðrún Helga (og Valur Oddgeir)


Fiskisúpa made in Hraunkot

1 1/2 líter vatn

rjómi c.a. 2 dl.

2 flök fiskur í bitum

2 stk. gulrætur

1/2 græn paprika

1/2 rauð paprika

1 bréf sveppa- bollasúpa t.d. Knorr

salt og pipar

2 Knorr fiskiteningar

1/4 - 1/2 laukur c.a.

Allt soðið vel saman, bæta rjómanum í og fiskurinn settur síðast og soðinn með í 3 mínútur.  ( má líka setja rækjur), ekki hræra eftir að fiskurinn er kominn út í.  Tekið af hitanum og látið standa í 5 mínútu.

 GOTT MEÐLÆTI MEÐ KJÖTI OG FLEIRU fyrir c.a. 6 manns

1 laukur

1 rauðlaukur

1 rauð paprika

1 græn paprika

c.a 8-10 (stórir) sveppir)

Þetta er allt brytjað  og látið malla í olíu á pönnu, má setja örlítið vatn og 1 mulinn grænmetistening.  Aðeins salt ef þarf t.d. Herbamare hafsalt með kryddjurtum. Nokkrar smjörklípur settar ofan á og látnar bráðna.  Borið fram heitt.

Hraunkotskerlingin og hennar ektamaki skora á Guðrúnu Helgu Heiðarsdóttur og co að koma með næstu uppskrift!

 

 

 

út +i


Ostasalat

Hér kemur uppskriftin af ostasalatinu.

1 Mexikóostur

1 hvítlauksostur

1 dós sýrður rjómi

1 lítil dós majónes

1 græn paprika

1 rauð paprika

blaðlaukur

blá vínber eftir smekk

Osturinn skorinn í teninga, grænmetið saxað og öllu blandað saman.

Borið fram með góðu brauði eða kexi.

Svo læt ég fylgja uppskrift af bollunum frá Diddu okkar í Fróðasundi, þær klikka aldrei.

Kínabollur

1 kg. nautahakk

1 pakki ritskex mulið

1 bréf púrrulaukssúpa

2 egg krydd eftir smekk

Allt hnoðað saman í skál búnar til litlar bollur og steiktar allar hringinn upp úr olíu.

Súrsæt sósa

1 flaska chilisósa

1 krukka rifsberjahlaup

Hitað saman í potti hellt yfir bollurnar og hitað í ofni við 150 gráður í 20 mín

 

Svo skora ég á hraunkotsfrúna og hennar ekta maka, hef heyrt að þau eldi dýrindis fiskisúpu sem væri gaman að fá uppskrift af. Bestu kveðjur Kristbjörg


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband